Upptökustúdíó að opna í Vestmannaeyjum

22.September'07 | 19:09
Nýlega festi ljósa- og hljóðkerfaleigan Span kaup á fasteign í Vestmannaeyjum með þeim tilgangi að opna hér fullkomið upptökuver (stúdíó), www.eyjar.net er að sjálfsögðu komið í málið og mun birta viðtal við þessa frumkvöðla sem standa að þessu krefjandi verkefni.

Upptökuverið mun án efa vera vítamínsprauta fyrir tónlistarfólk í Vestmannaeyjum og gefa þeim fjölmörgu efnilegu tónlistamönnum sem koma frá Eyjum tækifæri til að koma sínu efni á frekara framfæri.

Árni Óli Ólafsson er framkvæmdastjóri ljósa -og hljóðkerfaleigunni Span og mun viðtal við hann birtast snemma mánudagsmorguns á eyjar.net

Eyjar.net finnst þetta frábært og lofsvert framtak og vonar svo sannarlega að þetta gangi upp hjá þeim.

Hvað finnst þér um málið ? Segðu okkur þína skoðun á spjallinu okkar .

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is