Bergur VE með hæsta meðalverð ísfiskitogara

20.September'07 | 11:14

Tjaldur SH skilaði hæstu meðalverði þeirra fiskiskipa sem stunduðu reglulegar veiðar á árinu 2006 eða 259 krónum á kílóið. Hann var á netaveiðum á grálúðu.

Þetta kemur fram í samantekt sem birt er í nýjustu Fiskifréttum en hún er unnin upp úr gögnum Hagstofu Íslands um afla og aflaverðmæti skipa og báta á árinu 2006. Næstur á eftir Tjaldi í bátaflokknum er Glófaxi VE með 176 kr/kg meðalverð.

 

flokki frystitogara skilaði Guðmundur í Nesi RE hæsta meðalverði eða 227 krónur á kílóið, en hann er að heita má eingöngu gerður út á grálúðu árið um kring. Næst á eftir honum kom Mánaberg ÓF með 164 kr/kg meðalverð.

Í flokki ísfisktogara er Bergur VE efstur með 152 kr/kg meðalverð og önnur er Þórunn Sveinsdóttir VE með 151 kr/kg.

Í flokki uppsjávarveiðiskipa er Þorsteinn ÞH með 49 kr/kg meðalverð en taka þarf fram að hann var að hluta á bolfiskveiðum á árinu. Í öðru sæti er Engey RE með 30 kr/kg og Hákon EA í því þriðja með 28 kr/kg meðalverð.

Í flokki 50 krókaaflamarksbáta sem skiluðu mestu aflaverðmæti á árinu 2006 var Ólafur HF með hæst meðalverð eða 181 kr/kg og önnur varð Happadís GK með 179 kr/kg.

Í flokki þeirra 25 smábáta á aflamarki sem skiluðu mestu aflaverðmæti var Keilir II AK með hæst meðalverð eða 221 kr/kg og Hafnartindur SH næst á eftir með 218 kr/kg meðalverð.

Vart þarf að taka fram að meðalverð fer að stærstum hluta eftir því hver aflasamsetning viðkomandi skips er og hvernig aflanum er ráðstafað. Meðalverð í bátaflokkunum hér að ofan einskorðast við þá báta sem skiluðu mestu aflaverðmæti og ljóst er að ýmsir aðrir bátar hafa fengið hærra meðalverð fyrir lítill afla, t.d. þeir sem stundað hafa lúðuveiðar.

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Þjóðhátíðartjald til sölu

16.Október'20

Er með til sölu þjóðhátíðartjald með innbúi. Þrír bekkir, kommóða og borð fylgir með, auk skrauts. Verð 300.000,- Nánari upplýsingar veitir Viktor í síma 845-0533.  

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.