Fiskistofa gefur út síldveiðileyfi í norskri lögsögu

13.September'07 | 17:24

VSV Vinnslustöðin Sighvatur Bjarnason VE

Í ljósi þess að í byrjun árs tókust samningar um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum hafa íslensk skip fengið leyfi til síldveiða innan norskrar lögsögu. Að kröfu Norðmanna geta aðeins 15 íslensk skip fengið leyfi til veiða á hverjum tíma. Alls eru veiðiheimildir íslenskra skipa innan norskrar lögsögu 34.560 tonn og er skipunum heimilt að veiða fyrir norðan 62°N og utan 12 sml. frá grunnlínum.

Eftirtalin skip hafa fengið leyfi: Aðalsteinn Jónsson SU, Hákon EA, Lundey NS, Faxi RE, Ingunn AK, Vilhelm Þorsteinsson EA, Margrét EA, Huginn VE, Bjarni Ólafsson AK, Börkur NK, Guðmundur VE, Álsey VE, Þorsteinn ÞH, Sighvatur Bjarnason VE, Kap VE.

Frá þessu er skýrt á vef Fiskistofu.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Bók Bjarna í Bónus

2.Desember'19

Nú er hægt að kaupa bók Bjarna Jónassonar „Að duga eða drepast” í Bónus, Vestmannaeyjum. Að duga eða drepast lýsir lífshlaupi Bjarna Jónassonar, flugmanns og útvarpsstjóra í Vestmannaeyjum.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%