Frábær leikur hjá íslenska landsliðinu

9.September'07 | 09:49
Í gærkvöldi áttust við á Laugardalsvelli Ísland - Spánn í landsleik í knattspyrnu, fyrirfram bjuggust flestir við sigri þeirra spænsku en það var greinilegt að strákarnir í íslenska landsliðinu mættu brjálaðir til leiks undir forustu Hermanns Hreiðarssonar fyrirliða.

Hermann og Gunnar Heiðar áttu frábæran leik í gær og er greinilegt að þeir eru í frábæru formi. Spánverjarnir  áttu í erfiðleikum með hraða Gunnars Heiðars sem náði hvað eftir annað að stinga þá af og oft var peyinn nálægt því að skora.
Hermann Hreiðarsson var sannkallaður leiðtogi í vörn landsliðsins í gær og stóð hann sig frábærlega og komst Joaquin leikmaður Sevilla lítið áfram í leiknum.

www.eyjar.net spjallaði við Gunnar Heiðar í lok leik:

Þetta var frábær leikur hjá íslenska liðinu þó svo að niðurstaðan hafi verið sorgleg miðað við gang mála í leiknum, ertu svekktur miðað við úrslitin?
Já úr því sem komið var þetta svolítið svekkjandi en fyrir leikinn hefðu þetta verið mjög góð úrslit.

Liðið kom vel stemmt til leiks og greinilegt að leikmenn voru vel einbeittir en fyrir leik var búið að fjalla mikið um Eið Smára og mikilvægi hans fyrir liðið, nú náðuð þið að sanna að maður kemur í manns stað.
Það var greinilegt á fyrstu æfingu að menn voru einbeittir og sjálfstraustið í botni en það kannski eitthvað sem hefur vantað í síðustu leikjum. Allir voru á tánum frá fyrstu mínútu og allir í liðinu voru inn á til að berjast fyrir hvorn annan. Í dag náðum við að sýna landanum hvað við getum og leikurinn í dag var góður að því leiti.

Ertu sáttur við þinn leik?
Já, þetta var svo lítið erfitt, og ég var soldið einmanna en við lögðum upp með það fyrir leikinn að bíða og reyna svo að sækja hratt á þá og það tókst vel í þessum leik.

Nú ertu búinn að skipta um lið og kominn til Noregs, er mikill munur á þessum liðum?
Já já, völlurinn er aðeins stærri og þetta er topp klúbbur og mikið stærri en mig grunaði en ég vissi það fyrirfram að þetta væri einn að stærstu klúbbunum á norðurlöndunum þannig að ég er sáttur.

Ljósmyndir frá landsleiknum
 

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.