Margrét Lára og Olga á skotskónum

8.September'07 | 08:50

Margrét Lára

Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði öll þrjú mörk Vals sem sigraði Fylki, 3:0, í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu á Valbjarnarvelli í kvöld. Olga Færseth bætti um betur því hún skoraði fjögur mörk fyrir KR sem vann ÍR, 8:0, í Breiðholtinu á sama tíma. Þór/KA lagði Stjörnuna í Garðabæ, 2:1, og Keflavík og Fjölnir skildu jöfn, 1:1.

Valur og KR eru áfram efst og jöfn þegar bæði lið eiga tvo leiki eftir og mætast í hreinum úrslitaleik í næstsíðustu umferð.

Hrefna Jóhannesdóttir skoraði þrjú marka KR gegn ÍR og eitt markanna var sjálfsmark.

Pamel Liddell og Ivana Ivanovic skoruðu fyrir Þór/KA í Garðabænum en Björk Gunnarsdóttir svaraði fyrir Stjörnuna.

Vesna Smiljkovic kom Keflavík yfir en Elín Heiður Gunnarsdóttir jafnaði fyrir Fjölni, 1:1.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.