Hemmi og Gunnar Heiðar í byrjunarlið Íslands í kvöld.

8.September'07 | 10:40

Í kvöld eigast við á Laugardalsvelli Ísland - Spánn og er landsleikurinn liður í undankeppni EM 2008 í Sviss og Austurríki. Hermann er fyrirliði í kvöld og leikjahæsti landsliðsmaðurinn í hópnum með 71 landsleik og þegar tölfræði landsliðsins er skoðuð er Hermann næst markahæsti leikmaðurinn í hópnum á eftir Eiði Smára.

www.eyjar.net fann til nokkur skemmtileg brot frá ferli Hemma í enska boltanum og einnig er hægt að finna skemmtilegar staðreyndir um Hemma á netinu.

 

 

Lið sem Hermann hefur leikið deildarleiki með.

1993-1997
1997-1998
1998-1999
1999-2000
2000-2003
2003-2007
2007-
ÍBV
Crystal Palace
Brentford
Wimbledon
Ipswich Town
Charlton Athletic
Portsmouth
066 (6)
037 (2)
041 (6)
024 (1)
102 (2)
132 (3)
005 (0)   


- Hermann Hreiðarsson var á framboðslista Þjóðvaka í Alþingiskosningunum 1991 í suðurkjördæmi
- Áður en Hermann fór í atvinnumennsku vann hann í sláttuvélagengi Sigga Valló.
- Ívar Bjarklind fyrrverandi leikmaður ÍBV var stærri en Hermann þegar þeir voru í 3.flokki
- Hermann er sérfræðingur í afgreiðslu jólatrjáa og ráðleggur leikmönnum í enska boltanum í þeim málum.
- Hermann endaði í 3.sæti í karókíkeppni FÍV er hann söng lag eftir Elvis Prestley
- Hermann var stuðningsmaður Man Utd áður en hann fór í atvinnumennsku.
- Hermann hefur skorað mark fyrir Man Utd en það var sjálfsmark í leik Crystal Palace - Man Utd 1997

Hermann heldur að hann sé Súpermann eftir að hann skorar fyrir Ipswich

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hermann skorar á móti Liverpool í vítaspyrnukeppni í Hong Kong

 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.