Milljónir króna tapast á meðan ný skipalyfta er ekki komin í gagnið

7.September'07 | 14:14
Í slippnum í Reykjavík má sjá hvar Kap VE og Þórunn Sveinsdóttir VE eru í lagfæringu og er það Slippurinn í Reykjavík sem sér um verkið.
Kap VE er of stórt skip fyrir gömlu skipalyftuna en verkið sem unnið er á Þórunni Sveinsdóttur hefði Skipalyftan í eyjum getað tekið að sér.
Í samtali við Stefán Jónsson verkstjóra í Skipalyftunni kom fram að Skipalyftan hefði orðið af tugum milljóna króna eftir að lyftan hrundi og beðið væri eftir svari frá Brussel til að geta gengið frá fjármögnun á nýrri lyftu.

Stefán tók fram að Vestmannaeyjabær hefði  staðið sig vel í þessu máli og bærinn hefði reynt að ýta eftir svörum en málið væri komið inn í kerfið og það tæki langan tíma að fá svar og niðurstöðu.

Í sumar hafa 25 starfsmenn unnið í Skipalyftunni sem er lágmarks starfsmannafjöldi en verkefnastaðan hefur verið góð í sumar enda skiptafloti eyjamanna að stækka undanfarið og einnig hefur Skipalyftan unnið við endurbætur á FES-inu í sumar.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.