Glitnir: TM-hlutur of dýr

5.September'07 | 20:29

TM Tryggingamiðstöðin

Verðið sem Glitnir greiðir fyrir um 40% hlut í Tryggingamiðstöðinni er um 15% hærra en lokagengi í Kauphöllinni í gær. Eins og fram kom í fréttum fyrr í dag hefur Glitnir keypt tæplega 40% hlut í Tryggingamiðstöðinni fyrir um 20 miljarða króna.

Samkvæmt tilkynningu frá Glitni stendur til að selja hlutinn áfram til annarra fjárfesta. Glitnir keypti hlutinn, m.a. af stærsta hluthafanum, á genginu 46,5. Karl Kári Másson, sérfræðingur hjá greiningardeild Landsbankans, segir verðið hátt.

Annar stærsti hluthafinn, Kjarrhólmi ehf., sem að stórum hluta er í eigu FL Group, keypti í apríl sl. ríflega þriðjungshlut í félaginu á genginu 38. Gengi bréfa í félaginu hefur því hækkað um rúmlega fimmtung síðan þá. Karl Kári segir erfitt að spá fyrir um hvaða fjárfestar hafi áhuga á tryggingafélagi og hvort þeir eru innlendir eða erlendir.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.