Kertaverksmiðjan Heimaey

4.September'07 | 07:54

Kertaverksmiðjan

www.eyjar.net ætlar vikulega að kynna fyrirtæki og þjónustu í eyjum. Að þessu sinni kynnum við Kertaverksmiðjuna Heimaey en það fyrirtæki hefur fært landsmönnum ljós inn í lífið í fjölda ára.
Með kynningu á fyrirtæki vikunnar viljum við á www.eyjar.net vekja athygli á þeim fyrirtækjum og þjónustu sem eru starfandi í Vestmannaeyjum.

  • Helsta verkefni verksmiðjunnar er framleiðsla á dýfðum kertum, en einnig eru framleidd  sérunnin kerti, steypt kerti og útikerti.
  • Sérverkefni eru framleiðsla á friðarkertum, samsetning á sjóveikisbökkum fyrir ferjuna Herjólf og framleiðsla á flístróði sem er selt til grunnskólanna í Vestmannaeyjum (notað í handmennt).

Kertaverksmiðjan Heimaey er verndaður vinnustaður, stofnaður 6. september 1984.

Lögð er áhersla á að skapa atvinnutækifæri fyrir þá sem búa við fötlun og veita starfsþjálfun/hæfingu með það að markmiði að efla starfsfærni viðkomandi. Á það við hvort sem starfsmaður stefnir á almennan vinnumarkað seinna meir eða áframhaldandi starf á vernduðum vinnustað.

Hjá kertaverksmiðjunni Heimaey starfa 20 einstaklingar með fötlun og er starfsgetan mismikil sem og eðli fötlunar þeirra. Boðið er upp á hálf dags störf, fyrir eða eftir hádegi.

Í  kertaverksmiðjunni Heimaey starfa auk þess, verkstjóri, þroskaþjálfi, stuðnigsfulltrúar, fulltrúi á skrifstofu og starfsráðgjafi/þroskaþjálfi. Einnig er einn starfsmaður á Reykjavíkursvæðinu sem sér um sölu og dreifingu.                   

Frekari upplýsingar eru á vefsíðunni http://kertaverksmidjan.hlutverk.is/

 

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is