Eitt af því besta sem gert hefur verið í Vestmannaeyjum á síðustu árum var að gerast aðili að Hitaveitu Suðurnesja.

3.September'07 | 22:37

Sigurður Jónsson Siggi Jóns

Eyjar.net heldur áfram að heyra í valinkunnum Eyjamönnum varðandi hvaða möguleika þeir sjá í stöðunni með söluhagnaðinn af Hitaveitu Suðurnesja.

Að þessu sinni heyrðum við í Sigurði Jónssyni fyrrverandi bæjarfulltrúa í Vestmannaeyjum og núverandi sveitastjóra í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Spurningin er sú sama og áður:
Ef þú værir bæjarstjórnin hvað myndirðu leggja til að gert yrði við þessa 3.6 milljarða ? 

Eitt af því besta sem gert hefur verið í Vestmannaeyjum á síðustu árum var
að gerast aðili að Hitaveitu Suðurnesja. Ráðamenn í Eyjum undir forystu
Guðjóns Hjörleifssonar sýndu mikla framsýni þegar gengið var í það
mál.Vestmanneyjabær hefur um nokkurt skeið verið eitt af skuldsettustu
sveitarfélögum landsins en með sölu hlutabréfa í HS er nú komin upp
gjörbreytt. Vestmanneyjabær stendur vel og á alla möguleika til að blómstra
í framtíðinni.

 
Spurt er hvað gera eigi við söluandvirðið.

Fyrst af öllu þarf að greiða upp óhagstæð lán. Í framhaldi af því verður að
setjast niður og marka stefnu á hvern hátt skynsamlegast verður að ráðstafa
þeim fjármunum sem eftir verða. Með sölu bréfanna liggur þó alveg ljóst
fyrir að resktur sveitarfélagsins verður allt annar eftir að hægt er að
létta mjög á öllum skuldum.

 
Með tilkomu hafnar í Bakkafjöru og ferjusiglinga þangað skapast ný tækifæri
til sóknar. Ég tel það viturlegt að fjármunum verði varið til að vinna í
markaðsátaki miðað við þá nýju stöðu.Vestmannaeyjar munu tengjast
Suðurlandinu mun betur en nú er. Við það skapast nýir möguleikar.Stór
markaður. Það liggur einnig fyrir að Suðurstrandavegur verður kláraður innan
tíðar. Þar skapast góð tenging við Suðurnesin sem skapar góða möguleika á að
flytja út sjávarafurðir með flugi frá Keflavíkurflugvelli.

 
Að mínu viti væri skynsamlegt að útbúa sjóð sem hefði það hlutverk að
styrkja góðar hugmyndir sem leitt gætu til nýrra atvinnutækifæra í Eyjum.

 
Rétt væri að nota nokkurt fjármagn í að byggja upp enn betri íþróttaaðstöðu
heldur en nú er og leggja metnað í að Vestmannaeyjar verði ávallt í hópi
þeirra bestu.

Á sínum var það mikið framfaraspor þegar Sædýrasafnið með lifandi fiskum var
komið upp. Gífurlegur fjöldi ferðamanna hefur dásamað safnið. Hér væru
tækifæri til að gera  betur og byggja upp ennþá stærra og meira safn.

Einnig mætti hugsa sér sér menningarsafn sem ræki sögu Vestmannaeyja sem
m.a. innihéldi sædýrasafn, gosminjasafn o.s.frv.Fáir staðir á landinu eiga
eins merkilega sögu og Vestmannaeyjar.

Mikið hefur verið rætt um að það sé alltof dýrt að ferðast milli lands og
Eyja. Það væri örugglega snjallt og jákvætt fyrir bæjaryfirvöld að nota
hluta af vaxtatekjum til að senda hverjum sem lögheimili á í Eyjum
Samgöngukort sem væri uppá einhverjar X krónur og Eyjamenn gætu notað til að
greiða fargjald með hvort sem það væri með Herjólfi eða flugi til
Reykjavíkur eða Bakka.Þetta væri jákvætt. Arður af sölu hlutabréfanna er jú
eigna allra Eyjamanna.

Margt annað væri auðvitað hægt að gera en aðalatriðið er að sala
hlutabréfanna í Hitaveitu Suðurnesja gjörbreytir stöðu sveitarfélagsins.
Þrátt fyrir tímabundinn niðurskurð í þorskveiðum á framtíðin að vera björt
fyrir Vestmannaeyjar. Tækifærin verða til staðar og þá er bara að nýta þau.

www.eyjar.net þakkar Sigurðu kærlega fyrir að gefa sér tíma að svara spurningum okkar.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.