Mikill karakter að koma til baka

2.September'07 | 22:22

ÍBV Ingi Hrafn

Eyjamenn unnu góðan sigur á Víkingi frá Ólafsvík á föstudaginn 3-1. Þeir lentu þó í mesta basli með Ólafsvíkinga sem náðu yfirhöndinni í leiknum og voru yfir í hálfleik 0-1. En strákarnir sýndu frábæran karakter í miklu rigningarveðri og snéru taflinu sér í vil. Fyrir leiktíðina hefði þessi leikur líklega skrifast sem algjör skyldusigur en miðað við hvernig gengi liðsins hefur verið á heimavelli bjuggust sennilega flestir við erfiðum leik. Sú varð raunin en liðið hélt haus og náði þremur góðum stigum.
Liðið var þannig skipað: Henrik í markinu, Matt í vinstri bak, Arnór í hægri bak, Bjarni Hólm og Andri miðverðir. Yngvi og Andy á miðjunni, Jeffsie fremstur á miðjunni, Ingi á hægri kanti, Gústi á vinstri kanti og Atli frammi. Palli var meiddur og var því ekki með.

Fyrirliðinn Bjarni Hólm var ánægður með sigurinn enda hefðu aðstæður verið mjög erfiðar. ,,Þetta var mjög erfitt og völlurinn var rennandi blautur. Við áttum lélegan fyrri hálfleik, vorum í miklu basli bæði varnarlega og sóknarlega og nær allar okkar sendingar voru lélegar. Við náðum ekki að brjóta okkur í gegnum þennan pakka hjá Víkingunum sem voru mjög aftarlega á vellinum."

Bjarni sagði Heimi hafa gert breytingu í hálfleik sem skilaði sér mjög vel og var hann mjög ánægður með seinni hálfleikinn. ,,Pétur kom inná kantinn fyrir Yngva sem fór útaf og við færðum Atla upp á topp með Gústa og við spiluðum bara plain 4-4-2. Seinni hálfleikurinn var mjög góður, sendingarnar komnar í lag, meiri hreyfing á öllum leikmönnum og við náðum að opna þá. Öll andstæðan við fyrri hálfleik kom í seinni hálfleik. Náðum að vera mjög þolinmóðir og það skiptir gríðarlega miklu máli á móti svona liði sem pakkar svona í vörn," sagði Bjarni sem sagði ekkert hafa komið á óvart í leik Víkings. Þeir væru mjög líkamlega sterkir og að það þyrfti mikla þolinmæði í að brjóta þá niður.

Hann sagði liðið geta dregið nokkra mjög jákvæða punkta út úr leiknum. ,,Jákvæðu punktarnir voru þolinmæði og ekkert panik þó að við lentum undir. Við náðum að rífa okkur upp þrátt fyrir slakan fyrri hálfleik. Eins var mikil jákvæðni í gangi hjá okkur inná vellinum og mikil samstaða." Og fyrirliðinn sagði baráttunni ekki lokið. ,,Við höldum áfram að byggja ofaná það sem hefur verið jákvætt í okkar leikjum að undanförnu. Tökum einn leik fyrir í einu og höldum áfram að reyna að hala inn stigum. Þetta er hvergi nærri búið," sagði hann að endingu.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.