Bókunarreglur Herjólfs

2.September'07 | 10:25

Herjólfur

Nýverið sendi framkvæmdastjóri Herjólfs minnisblað inn á fund bæjarráðs vegna fyrirhugaðra breytinga á bókunarreglum Herjólfs. Bæjarráð gerði ákveðnar breytingar á orðalagi en samþykkti fyrir sitt leiti þær reglur sem Herjólfur ætlar að setja farþegum sínum.

Ég ætla í þessari sunnudagshugvekju ekki að fjalla um þessar fyrirhuguðu breytingar heldur fjalla um aðstöðu sem ég komst í síðastliðinn fimmtudag þegar ég var að koma með fjölskyldu mína til Vestmannaeyja.

Á fimmtudagsmorgun þá fannst mér veðurspáin vera þannig að ég þyrfti að fara með Herjólfi til eyja en ekki með flugi eins og ég hafði ætlað mér. Ég hringdi í afgreiðslu Herjólfs og bókaði fyrir mig og fjölskyldu mína í Herjólf og í klefa. Spurði ég sérstaklega hvort ég gæti ekki afpantað farið og klefann ef að það yrði fært með flugi. Svarið sem ég fékk var það að það væri ekkert mál.

Þegar ég mæti á flugvöllinn 16:15 og fæ þær upplýsingar að fært sé til eyja þá ætla ég að hringja í afgreiðslu Herjólfs og afpanta farið og klefann enda væri ég ekki að fara með skipinu um kvöldið. Afgreiðsla Herjólfs er opin til klukkan 16:00 og því gat ég engan veginn afbókað klefann eftir að ég fékk þær upplýsingar frá Flugfélaginu að fært væri til eyja. Ég borgaði klefann við bókun og því geri ég ráð fyrir því að greiðslan verði tekin af kortinu af því að ég gat ekki afbókað eða látið vita að ég myndi ekki nota klefann í þessari ferð.

Með þessum pistli er ég ekki á nokkurn hátt að gagnrýna starfsfólk Herjólfs sem vinnur við bókanir, það góða starfsfólk vinnur eftir þeim reglum sem fyrirtækið setur þeim. En getum við ekki komið fram með hugmyndir að einhverjum leiðum sem flestir geta sætt sig við og auðveldar öllum að ferðast með Herjólfi.

Segðu okkur þína skoðun eða komdu með hugmyndir á spjallinu okkar og við getum komið þeim áfram til réttra aðila. http://eyjar.net/spjall/viewtopic.php?t=37

Kjartan Vídó

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.