Dala-Rafn eitt útgerðarfélaga í mál

1.September'07 | 08:18

bærinn

Dala-Rafn er eina útgerðarfélagið sem hefur ákveðið að höfða mál á hendur olíufélögunum Olís, Skeljungi og Keri, áður Olíufélaginu, vegna samráðs olíufélaganna á árunum 1993 til og með meirihluta árs 2001.
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Útgerðarfélagsins Brims, segir málsókn að hálfu fyrirtækisins hafa verið slegna út af borðinu að athuguðu máli. „Lögfræðingar töldu það ekki borga sig fyrir okkur að fara í mál," sagði Guðmundur. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands útvegsmanna, sagðist ekki vita til þess að önnur útgerðarfélög en Dala-Rafn ætluðu sér að fara í mál við olíufélögin, en LÍÚ aðstoðaði forsvarsmenn Dala-Rafns við undirbúning málsins.

Samkvæmt málsgögnum sem Samkeppnisyfirvöld öfluðu við rannsókn á samráðinu þá höfðu olíufélögin skýrlega samráð vegna viðskipta við útgerðarfélög víða um landið, meðal annars í Vestmannaeyjum og á Akureyri.

Í stefnunni í máli Dala-Rafns gegn olíufélögunum, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, er meðal annars vitnað til fundar forstjóra olíufélaganna, Kristins Björnssonar, Geirs Magnússonar og Einars Benediktssonar, sem fór fram 24. júní 1997.

Í svarbréfi til framkvæmdastjóra markaðssviðs stórviðskipta segir Kristinn: „Það kom fram á fundi með [Einari Benediktssyni forstjóra Olís] og [Geir Magnússyni forstjóra Olíufélagsins] í gær, að þeir væru sem næst búnir að afleggja að afgreiða gasolíu til kúnna sem skipagas eða SD, F-5. Kæmu kúnnar á SD/MD inn á hafnir, þar sem bara væri gasaolía þá þýddi ekki um að tala annað verð en gasolía, eða þá keyrt væri í þá. Þetta VERÐUM við að skoða einkum á stærri stöðum, t.d. Akranesi og víðar. Við erum sennilega að toppa hin félögin í eftirgjöfum og afsláttum."

Dala-Rafn, sem hefur höfuðstöðvar í Vestamannaeyjum, krefst 8,3 milljóna króna í bætur vegna samráðsins, ásamt vöxtum og dráttarvöxtum.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%