Svar til bæjarstjórans í Vestmannaeyjum.

31.Ágúst'07 | 17:57

Frjálslyndir Grétar Mar

Af hverju vill Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum ekki ræða kosningar um samgöngumál í Eyjum. Það eru mjög skiptar skoðanir í Vestmannaeyjum um Bakkafjöruhöfn. Fólk úti í  Eyjum ætti að fá að kjósa um tvo valkosti, annars vegar um höfn í Bakkafjöru eða hraðskreiðara og stærra skip sem sigldi til Þorlákshafnar á tveimur tímum. 

Það eru skiptar skoðanir um sandburð inn í Bakkafjöruhöfn og sandfok af landi í höfnina. Rifið utan við fyrirhugaða hafnargarða er það sem ég óttast mest í þessari hafnargerð. Ég hef átt langan fund með Gísla Viggóssyni frá Siglingastofnun um hafnargarð í Bakkafjöru og breyttist afstaða mín ekki eftir þann fund nema síður væri. Fjaran á þessum slóðum er alltaf á fleygi-ferð eftir straumum og veðrum, briminu ekki síst.

 Við Vestmanneyinga vil ég segja að ég er til þjónustu reiðubúinn í hvaða málum sem er og tilbúinn að berjast með og fyrir hagsmunum Vestmannaeyinga hvar og hvenær sem er.

Bæjarstjórnin og fólkið í Eyjum getur alltaf haft samband við undirritaðan í hvaða málum sem eru og ég legg mig allan fram við að hjálpa til.

Grétar Mar

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is