Sigur á heimavelli

31.Ágúst'07 | 22:11

ÍBV Ingi Hrafn

ÍBV lék í kvöld á Hásteinsvelli á móti Víking frá Ólafsfirði í grenjandi rigningu. ÍBV hefur ekki gengið sem best á heimavelli í sumar og eftir fyrri hálfleikinn þá var útlitið ekki bjart fyrir ÍBV. Víkingur komst fljótt í fyrri hálfleik yfir með marki frá Josip Marosevic.

Það var greinilegt að Heimir hafði lesið vel yfir leikmönnum ÍBV í hálfleik því barátta eyjamanna var allt önnur í þeim seinni, mikil barátta var í leikmönnum og allt annað sjá til liðsins. Það var svo Ian Jeffs sem jafnaði leikinn með góðu marki í upphafi síðari hálfleiks. Bjarni Hólm kom svo eyjamönnum yfir með marki úr vítaspyrnu og varamaðurinn Stefán Björn Hauksson innsiglaði svo sigur eyjamanna með glæsilegu marki.


www.eyjar.net spjallaði við Heimi eftir leikinn.

3-1 sigur á heimavelli, ertu sáttur við leik liðsins?
Ég er sáttur við seinni hálfleikinn, við byrjuðum illa og vorum bara lélegir í fyrri hálfleik. Það er einhver hræðsla við að spila hérna á heimavelli, en við ákváðum að hrista það af okkur og spila saman og láta ekki leiðinda köll utan af velli hafa áhrif á það hvernig við spilum á vellinum. Við verðum að standa saman í þessu sem erum inn á vellinum og þeir komi grimmir og ákveðnir inn í seinni hálfleikinn og stóðust það álag sem við vorum búnir að setja okkur í.

Gerðirðu einhverjar breytingar á leikskipulaginu eða hvattir þú menn bara áfram í hálfleik?
Nei nei, við gerðum skiptingar sem virtust virka bara vel og leikskipulagið hélt sér áfram og menn tóki sig saman í andlitinu.

Hvernig sérðu framhaldið þegar fjórir leikir eru eftir af mótinu?
Það eru fjórir leikir eftir og með þessum sigri erum við lifandi ennþá og þetta er skemmtilegra á meðan við eigum von, en auðvitað er hún veik en við ætlum að reyna að vinna okkar leiki og láta ekki gott gengi annarra liða fara í taugarnar á okkur.

Nú voru sárafáir á vellinum í kvöld og veðrið ekki upp á sitt besta, heldurðu að stuðningur eyjamanna sé minnka útaf gengi liðsins?
Eyjamenn vilja eiga liðið í efstu og eyjamenn vilja vinna efstur deild en við verðum að styðja það lið sem við höfum hverju sinni, hvort sem að það er lið í 1.deild eða úrvalsdeild eða ofarlega eða neðarlega þá eigum við ekkert annað lið þá getum við ekkert annað gert en að styðja þetta lið og þessa stráka sem eru að spila hverju sinni.
Það var ekki margt í kvöld og líklega flestir inn í bílunum að horfa á leikinn.

www.eyjar.net óskar strákunum og Heimi til hamingju með sigurinn

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is