Miðaldra hjón misstu heimilið

30.Ágúst'07 | 07:13
Miðaldra hjón í Vestmannaeyjum fengu gistingu á vegum Rauða krossins í nótt eftir að miklar skemmdir urðu á húsi þeirra í bruna í gær. Að sögn Tryggva Ólafssonar lögreglufulltrúa var maðurinn uppi á lofti en konan ásamt gestkomandi konu inni í stofu þegar eldur gaus upp í steikarolíu í potti inni í eldhúsi á sjötta tímanum í gær.
„Þau gerðu hið eina rétta; komu sér út og kölluðu á hjálp," segir Tryggvi, sem kveður fólkinu hafa verið illa brugðið enda húsið orðið óíbúðarhæft. Hann segir eldinn að mestu hafa verið slökknaðan þegar slökkvilið bar að. Þrátt fyrir mikið tjón hefði getað farið enn verr.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is