Hömlur á ferðafrelsi okkar Eyjamanna?

30.Ágúst'07 | 07:40

Svenni

Ég hef verið að hugsa um nýju reglur Eimskips undanfarið og verð að viðurkenna að því meira sem ég hugsa um þetta, því reiðari verð ég bæjaryfirvöldum að hafa samþykkt þessa vitleysu. Það getur margt gerst á tveimur dögum sem geta breytt ferðatilhögun okkar. Eins tel ég að þetta verði til að drepa endanlega niður heimsóknir ofan af landi. Það er bara orðið allt of mikið mál að skreppa til Eyja. 

Þó veðurfræðingar séu allir að vilja gerðir þá hefur því miður ekki verið hægt að treysta mikið á langtímaspár þeirra. Fólk lætur veðrið ráða að miklu leyti hvort það treystir sér í Herjólf. Nú tekur fólk ekki sénsinn.

Enn er verið að bæta á hlekki okkar í samgöngum. Eins og margoft hefur komið fram er skipið orðið of lítið og í stað þess að bæta úr því eru settar frekari hömlur á ferðafrelsi okkar Eyjamanna. Er það rétt pólitík?

Þó ég sé á móti þessu þá get ég vel skilið sjónarmið Eimskips. Af því leyti að til er fólk sem misnotar aðstöðu sína, pantar allar helgar og nýtir fáar. Hins vegar er spurning hvort ekki er til önnur leið til að taka á þessu máli en að setja slíkar hömlur á alla?

Nú hef ég því miður aldrei komið til Færeyja en heyrt af fólki sem farið hefur með Smyril. Hvernig er það þar? Er fólk að panta? Eftir því sem mér skylst þá keyrir fólk einfaldlega um borð og er rukkað á leiðinni. En hérna. Nei, borga tveimur dögum fyrir brottför, þ.e. ef það er eitthvað laust á annað borð. 

Síðan er rétt að velta upp þeirri spurningu hvað mun breytast þegar Bakkafjara verður orðin af veruleika?  Verður ferðum stillt svo í hóf að enn þurfi að panta með margra vikna fyrirvara og borga jafnvel með tveggja daga fyrirvara?

Að mínu mati á krafan með Bakkafjöru að vera sú að skipið á að byrja siglingar 7 á morgnanna og sigla til kl. 22. Þannig gæti fólk "skroppið" til Eyja eða frá Eyjum án þess að þurfa að gera sérstakt plan um ferðina.  

http://svenko.blog.is/blog/svenko/

 

 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.