Vel til fundið að leggja áherslu á uppbyggingu rannsókna- og þróunarstarfs

28.Ágúst'07 | 07:05

Hjalti þór vignisson

eyjar.net sendi út spurningar á nokkra bæjar- og sveitastjóra sem stýra sveitafélögum sem verða fyrir barðinu á niðurskurði aflaheimilda á þorski.

Hér fyrir neðan birtum við svör Hjalta Þórs Vignissonar bæjarstjóra á Höfn í Hornafirði.

Hvernig líst þér á þær tillögur sem að bæjarráð Vestmannaeyja leggur fram sem mótvægisaðgerðir vegna niðurskurðar á veiðiheimildum á þorski?
Mér lýst yfir höfuð vel á tillögurnar.  Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, átti frumkvæði að fundi sem bæjarstjórar Grindavíkur, Sandgerðis, Eyja og Hornafjarðar áttu um mótvægisaðgerðir.  Þar ræddum við fyrst og fremst um hinar almenn tillögur og get þess vegna tekið undir þær.  Varðandi sértækar aðgerðir finnst mér vel til fundið hjá bæjarráði Vestmannaeyja að leggja áherslu á uppbyggingu rannsókna- og þróunarstarfs, t.d með eflingu Matís og Stofnun Sæmundar fróða.  Sterkt rannsóknar- og þróunarstarf er mjög mikilvægt til þess að efla fjölbreytnina í atvinnumálum, þróa nýjar vöru og aðferðir og ýta af stað verkefnum sem seinna meir geta orðið arðbær fyrirtæki.  Það sem blasir við þeim byggðum sem verða fyrir barðinu á aflaskerðingu er að byggja sig upp þannig að í framtíðinni séu þau enn betur undirbúinn að takast á við viðlíka áföll í atvinnumálum.
 
Hvernig snertir niðurskurður á veiðiheimildum á þorski ykkar sveitafélag?
Hann kemur hart niður á okkar samfélagi.  Burðarásin í atvinnulífi Hafnar í Hornafirði er sjávarútvegur en ferðaþjónusta er vaxandi.  Sveitirnar í kring byggja meira á hefðbundnum landbúnaði og ferðaþjónustu.  Það er því mikið högg að missa nokkur þúsund tonn af þorskvóta úr byggðarlaginu.  Það bitnar á öllum fyrirækjum en lítil og skuldsett fyrirtæki eiga sérstaklega eftir að eiga á brattan að sækja. 
 
Má búast við því að sveitafélagið þitt leggi fram svipaðar tillögur og bæjarráð Vestmannaeyja gerði?
Við erum að vinna í að móta okkar tillögur sem verða mjög í anda tillagna sem bæjarráð Vestmannaeyja lagði fram.  Auðvitað verða þær sérsniðnar að Hornafirði en mér sýnist að hugmyndafræðin sé að miklu leyti sú sama.

 

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.