Söngtónleikar á laugardaginn kl 16:00 í Akóges.

28.Ágúst'07 | 11:51

Rannveig Káradóttir Erla Björg Káradóttir

Næstkomandi laugardag ætla systurnar Erla Björg og Rannveig Káradætur að halda söngtónleika í Akóges.
Erla Björg hefur verið búsett undanfarin ár í Salzburg í Austurríki þar sem hún stundar söngnám hjá pr. Mörtu Sharp og Dario Vagliengo.
Rannveig Káradóttir stundar söngnám við Tónlistarskólann í Reykjavík hjá Alinu Dubik og lýkur burtfararprófi þaðan í vor.

Systurnar hafa sungið saman frá unga aldri og komið víða fram m.a. með Gospelkór Reykjavíkur. Þær stunduðu báðar nám við Tónlistarskólann í Garðabæ og lærðu þar á ýmis hljóðfæri en snéru sér svo báðar að klassískum söng. Meðleikari þeirra að þessu sinni er Lára Rafnsdóttir undirleikari í Söngskólanum í Reykjavík og Tónlistarskólanum í Reykjavík.


Rannveig og Erla Björg eru ættaðar úr Vestmannaeyjum, afi þeirra Guðmundur Arason járnkaupmaður bjó í Laufási á unga aldri.

Dagskráin verður fjölbreytt og samanstendur m.a. af verkum eftir Mozart, Puccini R.Strauss, Dvorak, Faure og Karli O. Runólfssyni.

Miðaverð er 1500 kr (1000 kr fyrir eldri borgara)

 

 

 

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.