Helstu verkefni lögreglu frá 20 ágúst til 27. ágúst 2007

28.Ágúst'07 | 15:00

Lögreglan,

Það er helst að frétta hjá lögreglu eftir sl. viku að þessi hrina skemmdarverka sem fór af stað um helgina 18-19. ágúst sl. hélt eitthvað áfram fram eftir viku því tvö önnur eignaspjöll voru tilkynnt til lögreglu í byrjun síðustu viku.
Er þarna um að ræða rúðubrot í bifreið sem stóð við verkstæði Bílverks v/Flatir.  Þá var tilkynnt um rúðubrot í Miðstöðinni.  Er talið að þessar tvær rúður hafi verið brotnar að kvöldi 21. ágúst sl.  Þar sem ekki liggur fyrir hver eða hverjir þarna voru að verki hvetur lögreglan þá sem einhverjar upplýsingar hafa um gerendur að hafa samband.

Þrír þjófnaðir voru tilkynntir lögreglu í sl. viku en um er að ræða þjófnað á útvarpi úr bifreið sem stóð á Skólavegi, þjófnað á eldsneytiskortum úr stýrishúsi Frú Matthildar VE og þjófnað á tösku sem var í búningsklefa í Íþróttamiðstöðinni.  Ekki liggja fyrir hverjir þarna voru að verki og óskar lögreglan eftir því að þeir sem einhverja vitneskju hafa um þá sem þarna áttu hlut að máli hafi, samband við lögreglu.

Einn fékk að gista fangageymslu lögreglu eftir skemmtanahald helgarinnar en sökum ölvunar var hann óviðræðuhæfur og fékk því gistingu á lögreglustöðinni þar til víman rann af honum.

Þrír ökumenn fengu sekt vegna brota á umferðarlögum. Einn ökumaður fékk sekt fyrir að skilja bifreið sína eftir þannig að hún rann á aðra,  þá var einn ökumaður sektaður fyrir að hafa ekki öryggisbeltið spennt í akstir og einn fyrir að leggja bifreið sinni ólöglega.

Lögreglan vill minna foreldra og forráðamenn barna yngri en 16 ára á að nk. laugardag þann 1. september breytast útivistareglur barna og ungmenna þannig að börn 12 ára og yngri, mega ekki vera á almannafæri eftir kl. 20:00 nema í fylgd með fullorðnum. Börn á aldrinum 13 til 16 ára skulu ekki vera á almannafæri eftir kl. 22:00, enda séu þau ekki á heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Aldursmörk miðast við fæðingarár en ekki fæðingardag.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).