Tillögurnar vel unnar hjá þeim og vel settar fram.

27.Ágúst'07 | 09:35

Halldór Halldórsson

eyjar.net sendi út spurningar á nokkra bæjar- og sveitastjóra sem stýra sveitafélögum sem verða fyrir barðinu á niðurskurði aflaheimilda á þorski.

Fyrstur til að svara var Halldór Halldórsson bæjarstjóri Ísafjarðar og birtum við svörin hans hér.

Hvernig líst þér á þær tillögur sem að bæjarráð Vestmannaeyja leggur fram
sem mótvægisaðgerðir vegna niðurskurðar á veiðheimildum á þorski?

Mér finnst tillögurnar vel unnar hjá þeim og vel settar fram.

Hvernig snertir niðurskurður á veiðiheimildum á þorski ykkar sveitafélag?
Niðurskurður á þorski snertir okkar sveitarfélag, Ísafjarðarbæ, sem og
Vestfirði alla sérstaklega mikið því hér eru ekki aflaheimildir í
uppsjávarfiski og rækjan sem veitti hér töluverða atvinnu er ekki svipur
hjá sjón. Þess vegna er þorskurinn okkar undirstaða í veiðum og vinnslu.

Má búast við því að sveitafélagið þitt leggi fram svipaðar tillögur og
bæjarráð Vestmannaeyja gerði?

Ísafjarðarbær hefur lagt fram nú þegar tillögur um vinnslu verkefna auk
þess sem sérstök Vestfjarðaskýrsla var unnin sl. vor þar sem 50 tillögur
eru til uppbyggingar atvinnulífsins á Vestfjörðum, flestar snúa beint að
Ísafjarðarbæ og nágrannabyggðarlögum enda búa 70% Vestfirðinga í
Ísafjarðarbæ, Bolungarvík og Súðavík.

Úr Vestfjarðaskýrslunni:
Reiknað er með fjöglun um 85 störf á tveimur árum.

Tillögur sem nú hafa verið lagðar fram snúa að verkefnum fyrir fyrirtæki
sem þurfa að skera niður, ráðningu tveggja verkefnisstjóra til að stýra
sérverkefnum við fjölgun starfa auk tillagna er snúa að tekjustofnum
sveitarfélaga.

www.eyjar.net þakkar Halldóri kærlega fyrir að gefa sér tíma að svara okkar spurningum

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...