Nýr Gjábakkavegur gæti ógnað Surtsey

27.Ágúst'07 | 08:07

Surtsey

„Það er ekki mjög traustvekjandi ef á sama fundinum er eitt og sama landið með stað, sem er ekki nógu vel gætt, og um leið að tilnefna nýjan stað á skrána," segir Ragnheiður H. Þórarinsdóttir, starfsmaður heimsminjanefndar.
„Það kæmi mér ekki á óvart ef fjallað yrði um þetta á sama fundinum. Það er þá sama nefndin sem þyrfti að fjalla um veginn við Þingvelli og fjallaði um tilnefningu Surtseyjar, kannski daginn eftir. Það getur haft áhrif og við gætum misst þarna ákveðinn trúverðugleika," segir hún.

Pétur M. Jónasson, vatnalíffræðingur og heiðursprófessor við Kaupmannahafnarháskóla, hefur sent Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) erindi um úrskurð Skipulagsstofnunar um nýjan sextán kílómetra langan Gjábakkaveg.

Pétur telur að niturmengun frá umferð um veginn ógni lífríki vatnsins. „Það mun virka sem saltpétursáburður á vistkerfið," segir hann. Þingvellir gætu því fallið af heimsminjaskránni.

Ragnheiður rifjar upp að í fyrra hafi staður verið fjarlægður af skránni með þessum hætti. Það hafi verið í fyrsta skipti í sögu heimsminjaskrár sem það hafi verið gert.

„Fordæmi hefur því verið sett um þetta og UNESCO hefur auðvitað eftirlit með stöðum á skránni," segir hún.

Ragnheiður vonast þó til að hægt verði að komast að einhverju samkomulagi um framkvæmdina. UNESCO hafi beitt hótunum við svipaðar aðstæður, og með góðum árangri í gegnum tíðina.

„Ég vona að okkur takist að sannfæra nefndina í París um að engin hætta sé á ferðum. Við reynum þá að fá einhverja sameiginlega niðurstöðu í þetta. Fyrrverandi heimsminjanefnd hafði verið í sambandi við Vegagerðina og látið í ljósi áhyggjur. Við þurfum að ræða við hana aftur og við Þingvallanefnd. En ef við gerum ekkert gætum við lent í vandræðum."

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is