Nýr ferða -og menningarvefur um Vestmannaeyjar

27.Ágúst'07 | 09:40

visit

www.VisitWestmanIslands.com er ferða -og menningarvefur um Vestmannaeyjar þar sem ferðalangar ættu að geta fundið upplýsingar um allt það sem þurfa að vita, hvort sem það er gisting, flug, atburðir, saga, myndir og já allt milli himins og jarðar. www.VisitWestmanIslands.com er stílað inn á túristann þannig að lítið er um "óþarfa" upplýsingar á síðunni og upplýsingar er hafðar hnitmiðaðar og einfaldar.

Markmið www.VisitWestmanIslands.com er að ná vekja meiri athygli á Vestmannaeyjum á heimsvísu með því að bjóða upp á þennan nýja og glæsilega vef sem verður uppfærður reglulega enda er hægt að segja svo mikið frá þessari náttúruperlu.

Eigendur www.VisitWestmanIslands.com eru Kjartan Ólafsson Vídó & Sæþór Orri Guðjónsson og vilja þeir þakka þeim fjölmörgu sem hafa komið að vefsíðunni á einn eða annan hátt, sérstaklega viljum við þakka þeim sem hafa styrkt gerð þessara vefsíðu og ber þá að nefna aðila eins og Sparisjóð Vestmannaeyja, Hitaveitu Suðurnesja, Vinnslustöð Vestmannaeyja, Baugi Group og svo þeirra fjölmörgu þjónustuaðilum sem ákváðu að taka þátt í þessu þarfa verkefni.

Mikill tími hefur farið í undirbúning og vinnslu á þessari síðu og eiginlega mun meiri en gert var ráð fyrir en við erum mjög sáttir við niðurstöðuna og vonum svo sannarlega að Eyjamenn nær og fjær kunni að meta þetta framtak og noti þessa síðu til að monta sig af Vestmannaeyjum.

Þeir sem hafa áhuga á að leggja hönd á plóginn í því að kynna Vestmannaeyjar fyrir heiminum geta hjálpað á margan hátt, t.d. :
- Sett link á www.visitwestmanislands.com á heimasíðunna ykkar eða annarra
- Bent  á og hvatt alla sem þið þekkið til þess að kíkja á síðuna
- Sent okkur upplýsingar um það sem gæti verið á síðunni eða hvað er hægt að gera betur.
- Sent okkur viðbótar texta/upplýsingar um atburði eða sögu Vestmannaeyja
- Sent okkur myndir svo við getum stækkað gallerýið okkar.

Með eyjakveðju
Kjartan Vídó og Sæþór Orri
vido@24sevenehf.com &  so@24sevenehf.com

 

 

 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.