ÍBV Íslandsmeistari í 7 manna bolta

26.Ágúst'07 | 22:40

3 flokkur kvenna

Stelpurnar í 3. flokki gerðu sér lítið fyrir og tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í 7 manna bolta í dag. Eins og glöggir lesendur síðunnar hafa tekið eftir, fór úrslitakeppnin fram í Vestmannaeyjum um helgina við allra bestu aðstæður. Nokkuð rok var þó í gær en liðin náðu þrátt fyrir það að sýna glæsilega spilamennsku. Í dag var síðan alger blíða og keppnisvellirnir í mjög góðu standi eins og vallarstjórans var von og vísa.
Stelpurnar léku frábæran fótbolta í dag og rúlluðu yfir báða andstæðinga sína. Fyrst sigruðu þær KS/Leiftur 7-0 og svo fengu KA stúlkur að finna til tevatnsins en þær lágu 5-0 fyrir frískum Eyjastelpum. Þær sigruðu því úrslitakeppnina, enduðu með 10 stig og 15 mörk í plús. Það var síðan fyrirliði liðsins, Saga Huld Helgadóttir sem tók við Íslandsbikarnum úr hendi Einars Friðþjófssonar stjórnarmanns í KSÍ.

Lið Sindra frá Hornafirði sýndi einnig mjög góð tilþrif í mótinu og hafa innanborðs margar efnilegar stelpur. Þær veitti ÍBV stelpunum góða keppni en komust ekki nær en í annað sæti mótsins.

ÍBV.is óskar þjálfaranum Jóni Ólafi Daníelssyni og öllum leikmönnum 3. flokks kvenna til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn og glæsilegan árangur í sumar. Halla Einarsdóttir ljósmyndari smellti nokkrum myndum við verðlaunaafhendinguna í dag og þær fylgja hér með.

TIL HAMINGJU STELPUR !

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.