Hver tekur ákvörðun um samgöngur Vestmannaeyja?

26.Ágúst'07 | 11:03

vestmannaeyja Vestmannaeyjabær Heimaklettur

Það er greinilegt að mál málanna í eyjum þessa dagana eru samgöngumál enda er staða þeirra í dag skelfileg og bitnar ástandið mikið á fyrirtækjum í eyjum og auðvitað því fólki sem ætlar sér að ferðast til og frá Vestmannaeyjum.

Samgönguráðherra er búinn að taka strokleður og þurrka út frekari rannsóknir á jarðgöngum milli lands og eyja og bæjarráð leggur það til í sínum mótvægisaðgerðum vegna niðurskurðar á veiðiheimildum á þorski að Bakkafjara verði tilbúinn í lok árs 2009.
Skiptar skoðanir eru um leiðir í samgöngumálum eyjanna og hafa allir einhverja skoðun á hverri tillögu enda skipta samgöngur alla eyjamenn miklu máli.

Ég held að það sem helst tefji fyrir samgöngubótum Vestmannaeyja í dag er sú ósamstaða sem ríkir á milli manna í þessum málaflokki. Það kemur í hverri viku fram sérfræðingur á málefninu sem lætur fram sína skoðun og annar sérfræðingur svara daginn eftir. Umræðu stjórnmál eru þau verstu stjórnmál sem finnast og er ég hræddur um að við sitjum föst á sama stað og árangurinn sem þarf að nást komi ekki á næstunni.

Ég legg til að það verði bæjarbúar í Vestmannaeyjum fái að ráða þessu og fái að velja þá leið sem farinn verður með íbúakosningu. Frumkvæðið verður að koma frá eyjamönnum sjálfum og með því að gefa þeim færi á að segja sína skoðun í íbúakosningum þá er hægt að fara af stað með staðfesta skoðun meirihluta bæjarbúa.
Hægt væri að kjósa um Bakkafjöru eða nýjan Herjólf og einnig er þá möguleiki að kjósa um það að Vestmannaeyjabær fjármagni þær rannsóknir sem þarf að fara í til að klára allar jarðgangnarannsóknir.

Ég held að eftir þetta þegar skýr vilji bæjarbúa er ljós þá sé hægt að setja pressu fyrir alvöru á ráðamenn. Á meðan umræðustjórnmál verða við lýði þá situr vandamálið eins og púki fjósbitanum og tútnar út og vandamálið heldur áfram að verða óleyst og á meðan tapa allir. Samgöngumálinn þarf að leysa strax.

Kjartan Vídó

Hefurðu skoðun á málefninu, segðu þína skoðun á www.eyjar.net/spjall

 

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).