Hola í höggi og Albatros hjá Þorvaldi í Vestmannaeyjum

26.Ágúst'07 | 22:47

golfklúbbur Vestmannaeyja

Þorvaldur Ægir Þorvaldsson fór holu í höggi í dag á Vestmannaeyjarvelli en hann sló draumahöggið á 15. braut sem er par 4 hola og 264 metra að lengd. Þorvaldur er í GV, en er fæddur í Borgarnesi, og notaði hann Callaway Fusion FT-3 dræver þegar hann sló upphafshöggið og sagði hann í samtali við mbl.is í kvöld að boltinn hefði farið í sveig til vinstri og lent síðan fyrir framan flötina.

„Maður sér ekki flötina frá teignum en ég hljóp af stað til þess að sjá boltann lenda og hann rúllaði beint ofaní holuna. Algjör heppni," sagði Þorvaldur en þetta er í annað sinn sem hann fer holu í höggi.

Þorvaldur er með 8,5 í forgjöf og er í GV en hann sagðist ánægður með að þrjú vitni voru til staðar þegar hann setti boltann ofaní eftir upphafshöggið á par 4 holunni - sem er einnig Albatros.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is