Lög fulla fólksins

25.Ágúst'07 | 10:32

Helgi Ólafsson, VKB

Gaman að vafra um eyjan.is þegar maður hefur ekkert of mikið að gera. Sérstaklega er þetta dæmi sem þeir kalla BloggGátt afar skemmtilegt fyrirbæri. Þar rambar maður oft inn á hin skemmtilegustu blogg hjá fólki sem maður kann engin deili á. Á einu slíku ráfi mínu rakst ég á svolítið sniðuga hugmynd sem ég er að spá í að stela. Það er að setja upp svona lista yfir aðal djammlögin. Ég sé ástæðu til þess að taka það sérstaklega fram að þessi listi gefur ekki góða mynd af tónlistarsmekk mínum. Því sú tónlist sem ég hlusta á dagsdaglega og sú tónlist sem mér finnst gaman á hlusta á þegar ég fæ mér í glas á alls ekki alltaf samleið.
Hér kemur listinn, í engri sérstakri röð:

Ljósvíkingur - Gunni Þórðar/Egill Ólafs
Djammið eftir annan aðalfund VKB í júní 2003. Kolli lummaði á tvöfalda Best of Gunni Þórðar disknum sem þá var ný kominn út ef ég man rétt. Það var eiginlega það eina sem var hlustað á þetta kvöld. Ýmis gullkorn litu dagsins ljós, eins og innkoma Kolla við Fegurðarsamkeppnislagið (Tilbrigði við fegurð ef mér skjátlast ekki). En alltaf stendur Ljósvíkingurinn uppúr í minningunni. Eitt besta djamm sögunnar og lög sem vekja upp þvílíkar minningar verða aldrei þreytt.

Gamla gasstöðin við Hlemm - Megas
Ég skulda milljón í banka og ég bý inni í Vogum ...
Eitt skemmtilegasta og besta lag sem samið hefur verið á íslenku. Megas er maðurinn, ekki spurning. Uppgötvaði þetta lag á föstudeginum á Þjóðhátíð 2005, þegar við sátum heima hjá mér nokkrir peyjarnir að gera okkur reddí í Dalinn. Þá var Megas settur á fóninn, og hann og Tom Waits áttu þessa Hátíð fyrir mér, svona tónlistarlega séð. Hef því miður alltof lítið hlustað á Waits eftir þetta. En Gasstöðin klikkar aldrei í partýi.

Ragnheiður biskupsdóttir - Megas
Maður hafði náttúrulega lengi hlustað á þetta lag, en það festi sig í sessi sem topp partýlag í sama Þjóðhátíðar-partýi og Gasstöðin. Þetta myndband var einmitt tekið þegar við Boggi vorum að dansa handadansinn svokallaða í umræddu partýi undir umræddu lagi.

Froðan - Geiri Sæmi
Þórir var einhverntímann jafnvel að fara að spila með Geira Sæm í einhverju kombakki. Minnir að það hafi verið um það leiti sem þetta lag fór að skjóta upp kollinum í partýum hjá okkur. Þegar menn fóru að velta fyrir sér hver þessi Geiri Sæm væri eiginlega.
Guðfaðir hnakkana. Þetta lag er í rauninni ógeðslegt, en það er bara eitthvað svo ólýsanlega fyndið við það. Karlremban og kvenfyrirlitningin sem kemur fram í textanum er alveg hreint æðislegt.
Hann langar í sanseraðan sportbíl. Og það verður kúl, fær sér heimska ljósku, sportbíl og riiiisa stórt hús ...

Don't stop - Journey
I don't love Journey. Boggi Uppgötvaði þetta lag, og hljómsveitina, í Scrubs þætti. Setti það undir í fyrsta myndasjóinu á aðalfundi VKB 2005. Sló strax í gegn á meðal allra meðlima. Í mínum huga ER þetta lag sumarið 2005. Frábært sumar, frábært djamm og frábært djammlag. Kemur mönnum alltaf í rétta gírinn, sama hvað stigi partýið er á. Eins og sést á þessu myndbandi.

Sir Duke og/eða Superstition - Stevie Wonder
Enn er það sumarið 2005, enn er það Þjóðhátíðin 2005. En núna sunnudagurinn. Í humarsúpunni hjá Halldóri og Ernu þetta árið áttu sér stað undarlegir hlutir. Hálfberir karlmenn tóku til við að skaka sig og hrista í takt við lög blinda blökkumannsins Wonder. Þetta vakti lukku, mismikla þó. En núna, í hvert skipti sem sumir þessara drengja heyra þessi sömu lög, finna þeir til mikillar löngunar til að fletta sig klæðum og dansa. Hér er svo myndband af þessu fyrsta Sir Duke-partýi, ef einhver hefur þá nokkra löngun til þess að sjá þessa úrkynjun.

Working for the weekend - Loverboy
Þetta lag skipar sérstakan sess í hjörtum flestra VKB manna. Allt frá því að Sigurður Björn og Guðmundur Ameríkumíla dilluðu sér við þetta lag eftir flugeldasýningu á Þjóðhátíðinni 1999, þegar Guðmundur hafði dregið Sigurð með sér heim til aðstoðar við leit að húfu sinni. Hefur Loverboy-partýið svo kallaða fest sig sífellt betur í sessi sem eitt öflugasta partý ársins. Hefðin fyrir Loverboy er orðinn ansi sterk, en partýið hefur þó oft náð að leysast upp í vitleysu og enn heldur strípiárátta vissra aðila áfram að setja svip sinn á skemmtunina. Engin opinber myndbönd eru til af Loverboy, og skal ekki farið frekar út í ástæður þess hérna.

Föðurlandsvinurinn - Logar
Við syngjum hæ hæ hó ... Eitt rótgrónasta lag VKB, hefur löngum verið afar vinsælt meðal félagsmanna, allt frá stofnun félagsins, og jafnvel enn lengur en það. Þegar drengirnir unnu búningakeppnina á Þjóðhátíð 1999 sungu þeir þetta einstaka lag uppi á stóra sviðinu hátíðargestum til mikillar skemmtunar. Svo var leikurinn endurtekinn á sunnudeginum á nýliðinni Þjóðhátíð, þegar við stigum nokkrir VKB-bræður á svið með Logum og sungum hástöfum Hæ hæ hó - Förum út á sjó.

http://helgi.vinirketils.com

 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.