Vestmannaeyjabær kynnir hugmyndir um mótvægisaðgerðir

23.Ágúst'07 | 19:51

bærinn

Vestmannaeyjabær hefur boðað til blaðamannafundar á morgun þar sem lagðar verða fram tillögur um mótvægisaðgerðir vegna niðurskurðar á þorskkvóta. Í nýrri skýrslu, sem unnin hefur verið fyrir bæinn, er áætlað að staðbundin áhrif 30% skerðingar á kvóta Vestmannaeyja nemi alls um 3,6 milljörðum króna á komandi fiskveiðiári.

Í tilkynningu frá Vestmannaeyjabæ segir, að sérfræðingar í hafrannsóknum á Íslandi hafi gefið í skyn að skerðingin muni að öllum líkindum ná til næstu þriggja ára. Megi því álykta að áhrifin verði vart undir 10 milljörðum á þessum tíma í Vestmannaeyjum.

Í greinargerð SSV Þróunar og ráðgjafar um staðbundin áhrif kvótaskerðingarinnar á Eyjar, kemur einnig fram að af 79 sveitarfélögum í landinu öllu, séu Vestmanneyjar kvótaríkasta sveitarfélagið þegar horft sé til heildarkvóta í þorskígildum.

„Höggið fyrir atvinulífið og samfélagið allt vegna niðurskurðar á þorskkvóta er því mikið. Eyjamenn eru hinsvegar þekktir fyrir að líta á mótlæti sem verkefni en ekki vandamál og munu líta á þessar þrengingar sem hvatningu til að gera enn betur hvað varðar þá vaxtarbrodda sem fyrir eru. Því hefur Vestmannaeyjabær nú kallað eftir mótvægisaðgerðum ríkisstjórnar og lýst sig reiðubúna til að draga vagninn hvað tillögur og framkvæmd þeirra varðar," segir í tilkynningu Eyjamanna.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is