Til hins sjálfumglaða bæjarstjóra Vestmannaeyinga

23.Ágúst'07 | 15:04

Grétar Mar

Bæjarstjórinn í  Vestmannaeyjun, Elliði Vignisson, sendi mér tóninn í Fréttablaðinu í gær. Talar hann um „draugasögur“  og  „ dómsdagsspár“ og gerir lítið úr þátttöku minni í umræðunni um samgöngur á sjó til Vestmannaeyja.

Sem skipstjóri um árabil, þekkjandi sjólag og allar aðstæður við Suðurströndina, og nú sem þingmaður Suðurkjördæmis tel ég mér skylt að taka þátt í umræðunni um fyrirhugaða hafnargerð í Bakkafjöru.
Ég hef m.a. vakið athygli á rifinu fyrir framan fyrirhugaða höfn og varað við því að þar gætu skapast hættulegar aðstæður, ef ekki vær farið í fullnægjandi framkvæmdir, strax í upphafi, til að lágmarka hættuna á grunnbrotum.

Um lengingu varnargarða segir Elliði: „Hið sanna er að lenging garða um 300 metra hefur enga skynsamlega samsvörun við verkefnið og skilar engum ábata nema síður sé."  Það væri synd að segja að bæjarstjórinn áðist af hógværð og minnimáttarkend.  Í stað þess að taka ábendingum um
það sem betur mætti fara fagnandi og koma þeim áleiðis í umræðunni og undirbúningi,  þá gerir hann lítið úr þeim.  Það lýsir ekki mikilli dómgreind heldur hroka sem bæjarstjórinn þyrfti að losa sig við.

Ef tekst að byggja hafnarmannvirki í Bakkafjöru, sem eru örugg og fullnægjandi fyrir Vestmannaeyinga, þá fagna ég því. En í mínum huga er  það verkefni vandasamt og ekki hafið yfir gagnrýni og málefnalega umræðu.

Ef litið er til framtíðar sýnist mér að höfn í Bakkafjöru muni geta minnkað umsvif úti í  Eyjum frá því sem nú er. Löndun á fiski gæti færst í Bakkafjöru og ýmis þjónusta, sem nú fer fram í Eyjum, gæti færst upp á land.  Framtíðin mun skera úr um hvort Bakkafjöruhöfn muni leysa samgöngumál
Vestmannaeyinga á sjó með fullnægjandi hætti.

Ég hvet til þess, enn og aftur, að allar hliðar málsins verði skoðaðar betur, áður en endanlegar ákvarðanir verða teknar. Það er nóg komið af skyndiákvörðunum  stjórnvalda og nægir þar að minnast á Grímseyjarferjuna.

Að lokum skal þeirri hugmynd varpað fram að Elliði bæjarstjóri beiti sér fyrir Því að Vestmannaeyingar fái tækifæri til að kjósa um hvort þeir vilja höfn í Bakkafjöru eða hraðskreiðari nýjan Herjólf sem sigli til Þorlákshafnar eins og verið hefur til þessa.


Höfundur er þingmaður Frjálslyndaflokksins
fyrir Suðurkjördæmi.

 

Hefurðu skoðun á málefninu www.eyjar.net/spjall ekki hika við að tjá þig

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is