Lundaorðan

23.Ágúst'07 | 10:17

Bakkaferja Samgöngur

Það var gaman að fá viðbrögð við Bakkafjörupistlinum og kom mikið gott úr þessari umræðu. Einhverjir snéru við blaðinu og eru nú fylgjandi Bakkafjöru og hef ég sjálfur séð smá ljósatýru með Bakkafjöru eftir þessa umræðu. Þetta var akkúrat það sem ég vildi að það skapaðist umræða um málið og að litið sé á allar hliðar.

Það kom grein á Eyjar.net frá Elliða Bæjó og er ég alveg sammála honum þar að það þarf að vanda sig við gerð Bakkafjöru. Reyna að klára sem flesta óvissu þætti áður en framkvæmdin fer á fullt. Hvernig skip verður þetta, hvað verða margar ferðir, hvað fer rútan oft og hvert, hvað verður pláss fyrir marga bíla, hvernig verða vegirnir bættir. Það getur verið að þetta sé komið lengra en ég veit en það er þá bara hið besta mál. Hlustum allavega á gagnrýni og svörum með rökum en ekki líta á hana sem persónulega árás.

Að lokum vill ég segja til hamingju Vestmannaeyjar með eigendur Vinnslustöðvarinnar og skora ég á bæjarstjórnina að taka upp Lundaorðuna og gefa þeim og fleirum sem standa sig vel í að byggja upp Vestmannaeyjar.

http://siggivido.blog.is/blog/siggivido/

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.