Fréttatilkynning frá Hitaveitu Suðurnesja

22.Ágúst'07 | 14:00

bærinn

Undanfarið hefur staðið yfir undirbúningur að spennubreytingu raforkukerfisins í Eyjum úr 6,3 kV kerfi í 11 kV kerfi.  Raunar hefur undirbúningur staðið yfir í nokkur ár því við  kaup á nýjum spennum hefur þess verið gætt að hægt væri, með lítilli fyrirhöfn, að breyta þeim úr 6,3  í 11 kV.  Einnig hafa verið lagðir nýir jarðstrengir.

Breytingin mun eiga sér stað aðfaranótt föstudagsins 24.ágúst n.k. og verður af þeim sökum rafmagnslaust í bænum frá kl. 1 og fram eftir nóttu.  Ef ekkert óvænt kemur upp á ætti rafmagn að vera komið á allan bæinn aftur um kl. 06..   Rafvirkjar HS frá Suðurnesjum, Hafnarfirði og Selfossi munu aðstoða rafvirkja HS í Eyjum við þessa spennubreytingu.
Að breyta spennu úr 6,3  í 11 kV hefur engin áhrif fyrir heimili og fyrirtæki í bænum og þarf ekki að gera neinar ráðstafanir vegna þessa.  Enginn kostnaður er fyrir heimili og fyrirtæki vegna þessarar breytingar.  Breytingin mun fyrst og fremst skila sér í því að mun meiri orku er hægt að flytja um núverandi strengi en áður var, einnig mun afhendingaröryggi aukast.

 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.