Breytingar á bókunarreglum Herjólfs

22.Ágúst'07 | 15:03

Á bæjarráðsfundi í gær var tekið fyrir minnisblað frá Eimskip rekstraraðila Herjólfs varðandi breytingar á bókunarreglum Herjólfs.

Breytingarnar fela það í sér að miðar með Herjólfi verða ekki endurkræfir tveimur sólarhringum fyrir brottför. Bæjarráð samþykkti breytinguna með þeirri breytingu að miðað sé við að afpanta þurfi fyrir lokun á afgreiðslu Herjólfs.

Ástæða þess að Eimskip fer fram á þessar breytingar á bókunarreglum er að koma í veg fyrir að hægt sé að bóka far með skipinu og sleppa því svo að mæta. Í sumar hefur Herjólfur oft verið fullbókaður fyrir bíla en vegna þess hversu margir bókaðir koma ekki til skips þá hefur verið hægt að koma biðlista bílum inn í skipið en erfitt er að finna út hversu margir hafa hætt við ferðir vegna þessa.

Við á eyjar.net höfum ákveðið að setja upp á spjallborðinu umræður um þessa ákvörðun Herjólfs og samþykki bæjarráðs á tillögunni. Endilega segið ykkar skoðun á málefninu og komið með betri tillögur varðandi bókunarreglur Herjólfs ef þið hafið þær.

Tjáðu þig um málið hér

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is