Tilboð Stillu í Vinnslustöðina útrunnið

20.Ágúst'07 | 18:13

VSV vinnslustöðin

Tilboð Stillu í allt hlutafé Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, rann út klukkan 16 í dag. Ekki liggur fyrir hve margir hluthafar hafa samþykkt tilboðið.
Barátta um eignarráð yfir Vinnslustöðinni hefur staðið yfir síðan í vor en um miðjan apríl gerðu heimamenn, sem samtals eiga ríflega helmingshlut í Vinnslustöðinni, yfirtökutilboð í félagið á genginu 4,6. Í lok maí gerði félagið Stilla ehf. tilboð í allt hlutafé Vinnslustöðvarinnar á genginu 8,5. Fyrir þremur vikum síðan höfðu eigendur um 1% hlutafjár samþykkt tilboð Stillu.

Stilla er næststærsti hluthafinn í Vinnslustöðinni en félagið er í eigu bræðranna Guðmundar og Hjálmars Kristjánssona, sem kenndir eru við Brim. Þrátt fyrir mun hagstæðara tilboð Stillu vilja heimamenn ógjarnan selja og óttast að Vinnslustöðin verði leyst upp og einingarnar seldar frá Eyjum.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.