Aukin samvinna lögregluembættanna á Suðurlandi

20.Ágúst'07 | 14:38

Lögreglan,

Skrifað var í morgun í Vestmannaeyjum undir samstarfssamning milli lögregluembættanna á Suðurlandi. Samningurinn fjallar um aukna samvinnu milli embættanna í Vestmannaeyjum, á Selfossi og Hvolsvelli og er markmiðið m.a. að samhæfa almenna löggæslu á svæðinu, auka hreyfanleika liðanna, samræma vaktskipulag eins og kostur er og efla rannsóknir mála.

Í samningunum er gert ráð fyrir samvinnu á sviði umferðarlöggæslu og hálendiseftirliti. Kanna skal með starfsmannaskipti milli embættanna og munu embættin hafi víðtæka samvinnu þegar stórir viðburðir eru ráðgerðir á svæðinu.

Undir samninginn skrifuðu lögreglustjórarnir þrír, þeir Karl Gauti Hjaltason í Vestmannaeyjum, Ólafur Helgi Kjartansson á Selfossi og Kjartan Þorkelsson á Hvolsvelli.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.