Sárast að missa uppáhaldshænuna

18.Ágúst'07 | 08:44

hæna

Þeim Gíslínu Magnúsdóttur og Gísla Óskarssyni, frístundabændum í Vestmannaeyjum, var illa brugðið þegar þau fóru að athuga með búfénað sinn á fimmtudagskvöld. Hundur hafði komist í hænurnar þeirra og drepið fimm.
„Þetta var ekki skemmtileg aðkoma og sorglegt að sjá þær liggja þarna eins og hráviði út um allt," segir Gíslína. Fyrst rákust þau hjónin á tvær dauðar hænur í hlöðunni. Sú þriðja lá í valnum í fjárhúsinu og tvær voru utandyra.


„Það var fiður út um allt og þegar við skoðuðum hænurnar sáum við að þær höfðu verið bitnar svo það er líklegast að þarna hafi verið hundur á ferðinni," segir Gíslína sem saknar mest hænunnar Bellu sem var hænd að mannfólkinu. Auk hænsnanna fimm sem drápust eru þrír ungar horfnir.


Hænurnar þeirra Gíslínu og Gísla fá að ganga frjálsar um utandyra en hafa kofa til að kúra í á nóttunni. Gíslína segir að svona nokkuð hafi aldrei komið fyrir áður. „Það er mikið um hunda hér í Eyjum en flestir hafa þá í bandi," segir hún.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).