Eyjapeyji býður sig fram sem formann SUS

18.Ágúst'07 | 14:01

súlan

Þórlindur Kjartansson gefur kost á sér til þess að gegna embætti formanns í Sambandi ungra sjálfstæðismanna. Sambandið velur sér forystu á sambandsþingi sem haldið verður á Seyðisfirði helgina 14. til 16. september. Núverandi formaður, Borgar Þór Einarsson, hefur tilkynnt að hann muni ekki sækjast eftir endurkjöri.

Þórlindur, sem er 31 árs, hefur verið virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins og ungliðahreyfingarinnar um árabil. Hann er nú umsjónarmaður málefnastarfs SUS auk þess sem hann gegndi veigamiklu hlutverki í kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins í vor, að því er kemur fram í tilkynningu.

Hann útskrifaðist úr Menntaskólanum í Reykjavík árið 1996 þar sem hann gegndi embætti Inspectors scholae. Hann er með BA gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og var virkur í starfi Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta. Í Vöku var Þórlindur meðal annars varaformaður, formaður, oddviti og kosningastjóri. Hann sat í Stúdentaráði og stjórn Stúdentaráðs 1999 - 2001, var formaður stjórnar Félagsstofnunar stúdenta 2005 til 2007 og situr enn í þeirri stjórn. Hann hefur verið annar af tveimur ritstjórum vefritsins Deiglan.com frá 2003, en í þeim félagsskap eru nú um eitt hundrað manns.

Þórlindur starfar nú sem deildarstjóri í markaðsdeild Landsbankans þar sem hann hefur umsjón með erlendri markaðssetningu fyrirtækisins. Hann hefur áður fengist við eigin atvinnurekstur, starfað sem textahöfundur á auglýsingastofu, verið ráðgjafi þáverandi fjármálaráðherra og blaðamaður á Fréttablaðinu. Hann hefur skrifað hundruð pistla um þjóðmál og stjórnmál á Deigluna og er auk þess höfundur þriggja bóka sem hann skrifaði ásamt Eggerti Þór Aðalsteinssyni. Þær eru: NBA Stjörnurnar (1994), NBA 95 (1995) og Enski boltinn (1999).

Þórlindur er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum, sonur hjónanna Sr. Kjartans Arnar Sigurbjörnssonar og Katrínar Þórlindsdóttur. Hann er kvæntur Ingunni H. Hauksdóttur, endurskoðanda.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.