Rokkaðu á Austurvelli með séra Óla Jóa

17.Ágúst'07 | 15:14

óli Jói, Ólafur Jóhann Borgþórsson

Á morgun laugardag mun yngsti prestur landsins séra Ólafur Jóhann Borgþórsson messa á Austurvelli klukkan 20:00 en þá hefst Rokkmessa að hætti Guðs manna. Rokkmessan tengist dagskrá á Austurvelli á menningarnótt þar sem ungt fólk innan Þjóðkirkjunnar verður áberandi.

Rokkmessan er samstarfsverkefni Miðborgarstarfs Dómkirkjunnar, ÆSKR. Í messunni leiðir hljómsveit KSS tónlistina, kristilegi stepphópurinn ICE-STEP úr Árbæjarkirkju sýnir steppdans, ungt fólk úr KSS les ritningarlestra og lýsir hvernig ritningartextinn hefur talað til þeirra. Sr. Guðni Már Harðarson næst yngsti prestur landsins flytur hugvekju og Sr. Þorvaldur Víðisson fyrrverandi prestur í eyjum og Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson yngsti prestur landsins leiða messuna og bænagjörð.

Séra Ólafur Jóhann biður alla eyjamenn sem sækja menningarnótt heim að koma og rokka með sér og hlíða á Guðs orð á Austurvelli, einnig messar séra Ólafur Jóhann í Seljakirkju á sunnudagskvöldið klukkan 20:00

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.