Hvar er ég búinn að vera ?

15.Ágúst'07 | 20:52

Helgi Ólafsson, VKB

Er ekki rétt að láta vita af sér. Allavega að færa þetta „pre-Þjóðhátíðar“ blogg aðeins neðar. Ég bið dygga lesendur síðunnar afsökunar á þessari löngu bið eftir nýju bloggi. En ég hef því miður ýmist ekki haft tíma, eða ekki verið í aðstöðu til þess að blogga. En nú þegar ég er mættur í vinnu á ný, þá er það eitt af mínum fyrstu verkum að blogga. Frekar en að vinna upp það sem er búið að safnast upp þennan 1/2 mánuð sem ég er búinn að vera í fríi.

En já, Þjóðhátíðin var snilld, ein sú best held ég bara. Allt sem VKB kom nálægt þessa hátíðina heppnaðist með eindæmum vel. Vitavígslan var snilld, djammið í tjaldinu eftir vígslu var snilld og held ég allt annað hafi bara líka verið snilld, með hápunktum eins og því þegar við stigum á svið með Logunum og sungum með þeim Föðurlandsvininn.
Til að lýsa því hvað þetta var góð Þjóðhátíð er ágætt að miða við það að á laugardeginum upplifði ég einn versta dag sem ég hef upplifað um ævina, týndi tappanum af brúsa sem ég er búinn að nota frá því ég var um 18 ára (sem eru fleiri ár en ég kæri mig um að vita) og gleraugun mín brotnuðu í dansslysi á stórapallinum. En þeir sem þekkja mig ættu að vita að ég er svo gott sem blindur án þeirra. En því var reddað, annað glerið var heilt, svo ég rölti mér bara upp í sjúkraskúr, lét loka auganu þar sem glerið vantaði og hélt djamminu áfram. En þrátt fyrir þessi miklu áföll, þá uppliði ég þessa nótt eina þá skemmtilegustu nótt sem ég hef upplifað á Þjóðhátíð (hvað þá í annan tíma).
Eftir Hátíðina var svo haldið út í Brand, strax á þriðjudeginum. Uppgangan var frekar strembin, sökum þynnku og einstaklega dapurs líkamlegsatgervis. En dvölin var engu að síður alveg jafn yndisleg og alltaf, ef ekki enn yndislegri, þrátt fyrir sáralitlaveiði og afar misjafnt veður. Þá gaf maður sér bara tíma til þess að lesa í verstu veðrunum, og til þess að sólbrennan á undarlegum stöðum í þeim bestu.
Svo var bara haldið rakleiðis í Herjólf, strax morguninn eftir að komið var í land. Brunað í borgina, þar sem við tóku flutningar í nýja íbúð á Melhaga og útréttingar til að bæta úr sjónleysinu.
Í lokin vil ég svo biðja fólk afsökunar, ef mér hefur tekist að móða einhvern með því að heilsa honum ekki. en ég var með gömul gleraugu af bróður mínum eftir ofangreint dansslys, og þekkti því engin andlit á fólki sem ég ók framhjá.

http://helgi.vinirketils.com

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is