Áhrifamikil Surtseyjarsýning

15.Ágúst'07 | 14:03
Surtsey, eyjan sem braust fram í eldgosi frá 1963 til 1967, hefur af Íslands hálfu verið tilnefnd til heimsminjaskrár UNESCO yfir náttúruminjar. Þingvellir eru einu íslensku náttúruminjarnar sem komist hafa á skránna. Í Þjóðmenningarhúsi fer nú fram merkilega margmiðlunarsýning á sögu eyjunnar.

Sýningin var hönnuð af þeim Hjörleifi Stefánssyni og Þórunni Sigríði Þorgrímsdóttur fyrir Náttúrufræðistofnun Íslands og er hin veglegasta. Hún opnaði í vor og verður í Þjóðmenningarhúsi út næsta ár, að sögn skrifstofustjóra, en verður síðan færð til Vestmannaeyja.

Margmiðlunartækni er beitt til þess að setja fram flóknar vísindalegar upplýsingar á aðgengilegan hátt. Eitt merkilegasta tækið er tímavél sem sýnir þróun dýralífs, gróðurs eyjunnar, auk þess sem það rekur jarðfræðisögu hennar í þrívíddarmyndum.

Vænta má niðurstöðu vegna tilnefningar Surtseyjar á heimsminjaskrá sumarið 2008. Forsendur tilnefningarinnar eru að eyjan er einstakt dæmi um þróunarsögu jarðar og hún er einnig einstök fyrir það að þar skapaðist tækifæri til þess að fylgjast með aðflutningi, landnámi og útbreiðslu lífvera á lífvana landi. Frá upphafi hefur rannsóknum verið sinnt skipulega í Surtsey.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.