Unnið að mati á tilnefningu Surtseyjar á Heimsminjaskrá UNESCO

14.Ágúst'07 | 13:52

Surtsey

Chris Wood, fulltrúi Alþjóða náttúruverndarsamtakanna (IUCN), er nú staddur hér á landi vegna tilnefningar Surtseyjar á Heimsminjaskrá UNESCO. IUCN gegna því hlutverki að leggja mat á umsóknir og verndun náttúruminja sem tilnefndar eru á heimsminjaskrána. Chris Wood fór til Surtseyjar í gær í fylgd fulltrúa umhverfisráðuneytisins, Umhverfisstofnunar, Náttúrufræðistofnunar Íslands og bæjarstjórnar Vestmannaeyja. Frá Surtsey var flogið til Heimaeyjar þar sem haldinn var fundur með heimamönnum.

Chris Wood og Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra heimsóttu Surtseyjarsýningu í Þjóðmenningarhúsi í dag og snæddu saman hádegisverð.

Umhverfisráðuneytið hefur umsjón með heimsókn fulltrúa IUCN að þessu sinni en menntamálaráðuneytið hefur umsjón með tilnefningu Surtseyjar á Heimsminjaskrána. Starfsfólk UNESCO vinnur nú að því að fara yfir og meta tilnefninguna og er heimsókn Chris Wood hingað til lands liður í því starfi. Meðal þess sem verður metið er sérstaða Surtseyjar, hvort hún teljist það einstök á heimsmælikvarða að hún eigi erindi á skrána og hvort Íslendingar standi nægilega vel að varðveislu hennar. Að matinu koma allt að 20 sérfræðingar á vegum Alþjóða náttúruverndarsamtakanna og niðurstöðu sérstakrar matsnefndar IUCN er að vænta í byrjun næsta árs. Endanlegrar niðurstöðu UNESCO um hvort Surtsey verði skráð á Heimsminjaskrána er að vænta á fundi heimsminjanefndar UNESCO í júní á næsta ári. Aðeins einn staður á Íslandi er nú á heimsminjaskrá, það eru Þingvellir, sem voru teknir á skrána sem menningarverðmæti á heimsvísu.

Forsendur fyrir tilnefningu Surtseyjar á heimsminjaskrá eru tvíþættar. Annars vegar er eyjan einstakt dæmi um þróunarsögu jarðar, þýðingarmikil ferli í landmótun, bergmyndun og jarðeðlisfræði. Hins vegar er hún einstök vegna þess að þar hafa skapast og verið nýtt tækifæri til þess að fylgjast með aðflutningi, landnámi og þróun tegunda lífvera á lífvana landi og hvernig vistkerfi á landi og í hafinu verða til.

Til þess að komast inn á heimsminjaskrána þurfa viðkomandi náttúru- og menningarminjar að vera einstakar á heimsmælikvarða og nú eru einungis 13 náttúrusvæði á heimsminjaskrá UNESCO vegna eldvirkni. Þjóðir heims telja flestar mjög mikilvægt að eiga staði inni á heimsminjaskrá UNESCO. Í því felst bæði viðurkenning á því að innan vébanda þeirra séu til svo merkilegar náttúru- og/eða menningarminjar að þær hafi ótvíræða þýðingu fyrir allan heiminn og viðurkenning á því að viðkomandi þjóð sé fær um að varðveita minjarnar í nafni alls heimsins, því þjóðin skuldbindur sig að tryggja varðveislu þeirra.

Í sumar voru 40 ár liðin frá því að eldgosi lauk í Surtsey og af því tilefni var sýningin Surtsey - jörð úr ægi opnuð í Þjóðmenningarhúsi. Gert er ráð fyrir að sýningin verði flutt til Vestmannaeyja og sett upp í Surtseyjarstofu sem byggð verður á næsta ári.

Hér má nálgast umsókn um tilnefningu Surtseyjar á Heimsminjaskrá UNESCO.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.