Stórskipahöfn ræðst af atvinnuuppbyggingu

14.Ágúst'07 | 09:19

þorlákshöfn, Herjólfur

Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra og fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis, segir gerð stórskipahafnar í Þorlákshöfn ráðast af atvinnuuppbyggingu þar. Gerð Bakkafjöruhafnar sé önnur framkvæmd og varði samgöngur við Vestmannaeyjar. Hann kveðst treysta sérfræðingum Siglingastofnunar til að meta öryggi Bakkafjöruhafnar

Bæjarstjórnin í Ölfusi hefur skrifað forsætisráðherra bréf, með áskorun á ríkisstjórnina að stækka höfnina í Þorlákshöfn þannig að þangað geti komið stórskip eins og þau sem flytja hráefni til álvera. Stórskipahöfn sé ekki aðeins forsenda fyrir álveri, heldur skipti hún einnig miklu fyrir aðra atvinnustarfsemi í sveitarfélaginu. Um leið bendir bæjarstjórnin á að Bakkafjöruhöfn yrði óþörf við stækkun hafnarinnar í Þorlákshöfn og mætti gegna áætlunarsiglingum þaðan til Eyja með hraðskreiðari ferju. Bæjaryfirvöld hafa einnig óskað eftir fundi með öllum þingmönnum kjördæmisins um málið.

Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra er fyrsti þingmaður kjördæmisins, hann segir að rætt verði við bæjarstjórnina, en segir að um 2 mál sé að ræða, annars vegar samgöngumál Vestmannaeyinga, hins vegar atvinnumál í Ölfusinu:

Fram hefur komið gagnrýni á að innsiglingin í Bakkafjöruhöfn gæti verið varasöm vegna grunnbrota og að kostnaðarsamt yrði að sjá við því með varnargörðum. Siglingastofnun hefur fyrr á árinu vísað þeirri gagnrýni á bug. Árni Mathiesen vísar þessu álitamáli á Siglingastofnun

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.