Nýtt skip í flota eyjamanna

13.Ágúst'07 | 20:19

Bergur Huginn ehf, Bergey VE

Bergey VE 544 kom til heimahafnar í dag eftir siglingu frá Póllandi þar sem skipið var smíðað fyrir útgerðarfyrirtækið Bergur Huginn ehf. Fyrr á þessu ári fékk Bergur Huginn Vestmannaey VE 444 og í lok þessa árs kemur nýr Dala-Rafn frá sömu skipastöð í Póllandi.

Fjöldi gesta fylgdist komu Bergeyjar VE til Vestmannaey sem sigldi inn í Vestmannaeyjahöfn ásamt Vestmannaey VE og Smáey VE sem eru einnig skip útgerðar Bergs Hugins. Séra Kristján og séra Guðmundur blessuðu skipið við komu og eftir það var eyjamönnum leyft að skoða skipið.


Eyjar.net sendir eyjamönnum og starfsmönnum Bergs Hugins hamingju óskir með nýja skipið og óska bát og áhöfn Guðs blessunar í framtíðinni.

 

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.