Ferjusiglingar um Bakka hættulegar

13.Ágúst'07 | 09:07

Herjólfur

Grétar Mar Jónsson, þingmaður Frjálslynda flokksins í Suðurkjördæmi, segir hættulegt að stunda fólksflutninga um Bakkafjöru vegna grynninga þar. Hann telur að kosta þurfi tvöfalt meira fé til hafnarframkvæmdanna en gert er ráð fyrir í samgönguáætlun. Kostnaðurinn verði um tíu miljarðar króna.

Í samgönguáætlun er gert ráð fyrir 5,6 miljarða króna fjárveitingu til byggingar nýrrar ferju, ferjulægis í Bakkafjöru og vegar sem þarf að leggja. Sigling milli Vestmannaeyja og Bakkafjöru tæki um hálfa klukkustund.

Grétar Mar segir Bakkafjöru henta illa til ferjusiglinga með fólk. Til að bæta úr þessu þurfi að leggja í mun meiri kostnað en gert sé ráð fyrir í samgönguáætlun. Grjótgarðarnir þurfi að ná 300 metra lengra út. Grétar segir að það brjóti á rifinu í aðeins 4 metra ölduhæð. Því megi varla hreyfa vind til þess að siglingar falli niður auk þess sem þetta skapi hættu við grunnbrot.

Gísli Viggósson, hjá Siglingastofnun, sagði nýverið í Útvarpsfréttum að ferðir til Bakkafjöru kynnu að falla niður yfir vetrartímann. Það yrði þó mjög sjaldan. Grétar Mar er ekki sammála þessu og telur að ferðir miðað við núverandi áætlanir myndu falla oft niður.

Grétar Mar segir að eftir eigi að áætla kostnað til uppgræðslu á sandi og laga vegakerfið á um 14 kílómetra kafla. Nær væri að fá hraðskreiðari Herjólf sem myndi stytta siglingatímann um klukkustund og halda áfram ferjusiglingum til Þorlákshafnar. Hann segir vel hægt að skipta út hugmyndinni um Bakkafjöru fyrir Þorlákshöfn, því þó svo að sigling að Bakka taki ekki nema hálftíma þurfi fólk að keyra í klukkustund eða meira.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).