Eyjapeyjinnn Birgir Stefánsson situr fyrir svörum

13.Ágúst'07 | 06:14
Eyjar.net fór á stúfanna og heyrði í nokkrum vel kunnum Eyjamönnum varðandi hvað væri hægt að gera við þessa 3.6 milljarða sem að Vestmannaeyjabær fékk fyrir söluna á Hitaveitu Suðurnesja. Tilgangurinn er einfaldur,að fá sem flestar hugmyndir svo að hægt sé að finna bestu lausnirnar, því að þetta er eitt það besta sem komið hefur fyrir Vestmannaeyjar og mun gefa okkur aukið tækifæri á því lyfta samfélaginu á annað plan.

Fyrstur í röðinni er eyjapeyjinn Birgir Stefánsson sem er að ljúka mastersritgerð frá Viðskiptaháskólanum í Árósum. Birgir starfar hjá eignastýringu LSR.

eyjar.net spurðu Birgir að þessu:

Ef þú værir bæjarstjórnin hvað myndirðu leggja til að gert yrði við þessa 3.6 milljarða ?

Þetta er mjög góð spurning og getur í raun skipt mun meira máli en fólk gerir sér grein fyrir. Það fyrsta sem öllum ætti að vera ljóst er að niðurgreiðsla skulda er forgangsatriði. Ef það eru útistandandi lán vegna ógreiddra vaxta vegna vangoldinna afborganna þá eru það líklega dýrustu skuldirnar. Þær ætti að greiða fyrst. Síðan myndi ég sjá miðað við núverandi kostnað bæjarins á ársgrundvelli, hversu mikið að skuldum þyrfti að greiða niður til þess að gera reksturinn sjálfbærann. Þá á ég við að hann geti borið sig á núverandi tekjugrunni. Þegar sú staða væri komin á hreint þyrfti að skoða tvo möguleika.

1) Vaxtakostnað núverandi lána og meta hvort langtímaávöxtun peninganna væri meiri á hinum almenna markaði. Þá væri hægt að nýta fjármagnið betur í stað þess að greiða upp lánin.

2) Ef verkefni (ekki þróunnar eða ævintýraverkefni) eru á borðinu sem gætu annað hvort sparað sveitafélaginu mikinn kostnað eða aukið verðmæti núverandi tekjugrunns til muna, þá væri mjög raunhæft að reikna út arðsemi þess verkefnis.

Núverandi fjárvarsla peninganna er mjög örugg þó að ávöxtunin sé ekki sú besta. Hægt væri að fá mjög góða ávöxtun á peningamarkaðssjóðum bankanna sem eru tiltölulega áhættulitlir pappírar. Verðfall á sjóðunum væri hugsanleg ef Seðlabankinn myndi lækka vexti eða fjármögnun fyrir fyrirtæki og stofnanir yrði ódýrari á mjög skömmum tíma erlendis(nú er hið andstæða að gerast og dýrt að fjármagna sig)

Þetta eru auðvitað mjög opnir valmöguleikar til þess að skoða og bæjarstjórnin getur látið bankastofnanir vinna þessa vinnu fyrir sig án mikils tilkostnaðar(enda græða þeir á uppgreiðslugjöldum). Mikilvægt er að flýta sér hægt en þó ber að skoða erlendar skuldir sem verða dýrari með veikingu krónunnar. Elliði og félagar eru að gera rétt með því að taka sér tíma og kaupa sér ekki ”vinsældir” í ár á kostnað þeirra ungu sem koma til með að dvelja í Eyjum. Rekstur bæjarfélags verður seint líkt við fyrirtækjarekstur þótt samlíkingar megi finna víða. Þrátt fyrir lítið atvinnuleysi þá eru staðgengilsstöður ekki ýkja margar og ef íbúar Vestmannaeyjabæjar finna ekki vinnu við sitt hæfi þá flytur ekki einungis einn aðili, heldur jafnvel heil fjölskylda úr bænum með tilheyrandi útsvarstapi fyrir Vestmannaeyjabæ.

www.eyjar.net þakkar Birgir Stefánssýni kærlega fyrir

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.