Leysir eigin samgönguvandamál með þyrlu

11.Ágúst'07 | 09:19
Magnús Kristinsson, útgerðarmaður, kom í dag til Vestmannaeyja á nýjum farkosti, þyrlu sem hann keypti í Bandaríkjunum. Segist hann með því vera að leysa eigin samgöngumál þar sem pólitíkin hefi brugðist í þeim efnum.
Þyrlan er bandarísk, af gerðinni Bell 430 smíðuð 1999 og á að baki um 1100 flugtíma. Flughraði er 144 mílur, eða 280 til 290 km og hefur vélin eldsneyti til tæplega þriggja klukkustunda flugs. Þyrluna keypti Magnús í Dallas í Texas en þar eru Bell-verksmiðjurnar með höfuðstöðvar.

Magnús er mjög háður samgöngum vegna starfa sinna. Segist hann hafa verið búinn að gefast upp á núverandi ástandi og ekki sé bjartara framundan. „Ástandið eins og það er núna er fyrir neðan allar hellur og ekki annað að sjá en að stjórnmálamennirnir ætli að svíkja allt sem þeir sögðu fyrir kosningar. Það er búið að taka bæði nýjan Herjólf og jarðgöng út af borðinu og nú á að fara í einhvern leikaraskap í Bakkafjöru sem aldrei verður að veruleika," sagði Magnús sem hafði stuttan stans í Eyjum.

Frá Eyjum flaug hann í bústað sinn í Biskupstungum og þaðan til Reykjavíkur eftir að hafa fengið sér kaffi.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.