Ályktun Vinstri grænna um samgöngur milli lands og Eyja

11.Ágúst'07 | 15:23
Stjórnir Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs í Vestmannaeyjum og kjördæmisráðs Suðurkjördæmis telja að samgöngur við Vestmannaeyjar séu komnar í mikið óefni. Þar sem samgöngur eru ein mikilvægasta forsenda fyrir búsetu og framfarir í Vestmannaeyjum verður ríkisvaldið nú þegar að grípa til ráðstafana til þess að koma samgöngum í það horf að fullnægjandi sé. Vinstri græn líta svo á að það sé fortakslaus skylda hins opinbera að tryggja fullnægjandi samgöngur milli lands og Eyja rétt eins og opinbert vegakerfi gerir samgöngur annars staðar mögulegar. Í þessu sambandi eru þrjú meginverkefni mikilvægust.
Að nú þegar verði nýr Herjólfur fenginn til að leysa núverandi skip af hólmi á leiðinni Vestmannaeyjar – Þorlákshöfn, skip sem fullnægir flutningsþörfinni og fari 3 ferðir á sólarhring. Þá ítreka Vinstri græn að sjóleiðin milli lands og Eyja er þjóðvegur og verður að miða gjaldskrá með Herjólfi við þá staðreynd. Ákvörðun um nýtt skip þolir ekki bið og er óháð því hvort ráðist verður í gangnagerð eða hafnarmannvirki við og í Bakkafjöru. Að stjórnvöld láti skilyrðislaust og nú þegar klára þær nauðsynlegu rannsóknir sem þarf til að byggja á ákvarðanir um jarðgöng til Vestmannaeyja sem samgöngubót til framtíðar. Þar dugir ekki, eins og gert er í nýútkominni skýrslu, að byggja á gömlum upplýsingum og ónógum rannsóknum og hafna göngum á þeim forsendum. Ef göng eru möguleg eru þau ótvírætt besti kosturinn og hagkvæmastur til lengri tíma litið (30 til 50 ár). Að rannsóknum í og við Bakkafjöru verði haldið áfram og flýtt svo unnt sé að meta þá samgönguleið og jafnframt þann kostnaði sem af hafnargerð og samgöngumannvirkjum þar hlýst. Þegar nauðsynlegum rannsóknum er lokið á mögulegum jarðgöngum og höfn í Bakkafjöru eru fyrst komnar forsendur til að meta hvaða leið verður valin í framtíðarsamgöngum við Vestmannaeyjar. Vinstri græn ítreka fyrri samþykktir sínar um nauðsyn þess að koma aftur á öflugum strandsiglingum umhverfis landið. Með þeim væri sannarlega unnt að bæta stöðu landsbyggðarinnar í samgöngum og vöruflutningum. Vestmannaeyjum 31. júlí 2007 Stjórn Vinstri grænna í Vestmannaeyjum Stjórn kjördæmisráðs Vinstri grænna í Suðurkjördæmi

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.