Spjallþráður fyrir Vestmannaeyjar

9.Ágúst'07 | 11:51
Opnað hefur verið spjallborð á www.eyjar.net þar sem eyjamönnum nær og fjær gefst kostur á því að láta gamminn geysa og ræða þau mál sem liggja þeim á hjarta eða bara spjalla til gamans.
Markmið með þessu spjallborði er að búa til samfélag á netinu þar sem hægt er að ræða málin á málefnalegum og uppbyggilegum nótum.
Á spjallborðinu er búið að búa til nokkra flokka eins og íþróttir, menning, pólitík og aðra vinsæla spjallþræði, ef þér finnst vanta eitthvað inn á spjallið endilega sendu línu á okkur eyjar@eyjar.net, einnig er hægt að setja inn smáuglýsingar á spjallið, ÓKEYPIS.
Þeir sem hafa áhuga á því að skrá sig og taka þátt í spjallinu geta gert það hér www.eyjar.net/spjall
Við biðjum fólk um að vera ófeimið að byrja umræðu á spjallinu. Nú er allavega tækifæri til að láta í sér heyra og viðra sínar skoðanir og hugmyndir. Það eru allir velkomnir að skrá sig á spjallið hjá http://www.eyjar.net/ og vonandi taka sem flestir þátt og leggji hönd á plóginn með að ræða um þá hluti sem eru gerðir vel og þá hluti sem má gera betur eða benda á nýja hluti sem mætti gera í Vestmannaeyjum.
Allaveganna eins og sagt er, "þá er orðið laust"

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%