Ný Bergey VE lagði af stað frá Póllandi í morgun

8.Ágúst'07 | 14:28
Nýtt skip Bergs-Hugins, Bergey VE 544 lagði af stað frá Póllandi til Íslands klukkan 11.44 í morgun að staðartíma. Er skipið væntanlegt til heimahafnar í Vestmannaeyjum á þriðjudaginn gangi allt að óskum.
„Þetta er glæsilegt skip og það var stór stund þegar Bergey lagði af stað heim á leið,“ sagði Magnús Kristinsson útgerðarmaður sem var viðstaddur. Fyrr á þessu ári fékk útgerðin Vestmannaey VE 444 og eftir áramót kemur nýr Dala-Rafn VE. Allt eru þetta eins skip, 29 metra löng og smíðuð á sama stað hjá Norship í Póllandi.
Skipstjóri á Bergey er Sigurður G. Sigurjónsson og yfirvélstjóri Svanur Gunnsteinsson.

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is