Árlegri rannsókn Hafrannsóknastofnunarinnar á sandsíli lokið

8.Ágúst'07 | 17:28
Þann 21. júlí síðastliðinn lauk tveggja vikna leiðangri á Gæfu VE 11. Farið var á 4 svæði, Breiðafjörð, Faxaflóa, Vestmannaeyjar – Vík og Ingólfshöfða. Togað var með flottrolli frá yfirborði og niður á botn. Einnig var notaður plógur til að ná í síli úr botni þegar síli var ekki aðgengilegt í troll. Þetta er annað árið sem farið er í slíkan leiðangur en markmiðið er m.a. að meta breytingar í stofnstærð og afla upplýsinga um árgangastyrk. Valur Bogason, leiðangursstjóri og Kristján Lilliendahl önnuðust rannsóknirnar.
Skipstjóri var Ólafur Guðjónsson. Talsvert meira fannst af seiðum frá því í vor en í fyrra. Þau voru stærri og farin að taka botn í meira mæli. Langstærsti hluti þeirra fékkst í Breiðafirði, einnig fékkst meira magn seiða í Faxaflóa en lítið fékkst af seiðum við suðurströndina. Ekki er þó hægt að segja til um nýliðun þessa árs með neinni vissu fyrr en sést hvernig hún skilar sér sem 1 árs síli á næsta ári. Mjög lítið fékkst af 1 og 2 ára síli og má segja að nú vanti nánast 2 árganga í stofninn (2005 og 2006) á rannsóknarsvæðin. Einnig virðist sem að 2004 árgangurinn hafi ekki verið sterkur. Af þessum orsökum fékkst talsvert minna af sandsíli í ár en í fyrra. Eins og á síðasta ári er ástandið lakast við Vestmannaeyjar og greinilegt er að stofninn er í mikilli lægð um þessar mundir.

Tekið af www.hafro.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.