Uppgjör eftir Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum 2007.

7.Ágúst'07 | 12:29

Lögreglan,

Nokkur fjöldi Þjóðhátíðargesta var í Vestmannaeyjum í gærkveldi og var talsverð ölvun á tjaldsvæðinu í Herjólfsdal í nótt.  Einn gisti fangageymslur lögreglu vegna ölvunar.  Tjaldgestir gerðu sér að leik að kveikja í tjöldum í dalnum og er það að verða árviss hegðun þeirra að lokinni hátíðinni, enda margir sem hreinlega skilja allan sinn búnað eftir og hirða ekki um að taka hann með sér heim.

Þrátt fyrir stanslausa flutninga fólks með flugi og Herjólfi í gær er ekki reiknað með að síðustu gestirnir komist frá Eyjum fyrr en í kvöld.

Þegar helgin er gerð upp er ljóst að Þjóðhátíð í ár er með stærri hátíðum og gestafjöldi líklega yfir 10 þúsund.  Veður var með besta móti þvert ofan í margar spár og sólin skein flesta dagana.

Frá sjónarhóli lögreglu er langt síðan jafn fá alvarleg mál hafa komið upp og er þá átt við líkamsárásir sem voru fáar, fíkniefnamál voru færri en um langt árabil og ekkert kynferðisbrot hefur verið kært til lögreglu.  Þrátt fyrir þetta var talsverður erill marga dagana og hafði lögregla í mörgu að snúast vegna ölvunar gesta.

Lögreglan í Vestmannaeyjum.

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is